Óvíst hve víða svikapóstarnir fóru

Yfir eitt hundrað manns hafa haft samband við lögreglu vegna …
Yfir eitt hundrað manns hafa haft samband við lögreglu vegna svikapóstanna en óljóst er hversu margir sóttu skrá tölvuþrjótsins. mbl.is/Golli

Fleiri en hundrað ein­stak­ling­ar hafa haft sam­band við lög­reglu vegna svika­póst­anna sem send­ir voru út í nafni lög­reglu á laug­ar­dags­kvöld, seg­ir Daði Gunn­ars­son, lög­reglu­full­trúi í tölvu­rann­sókna- og raf­einda­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

Póst­arn­ir komu frá net­fang­inu log­regl­an@logrei­an.is og voru þess eðlis að viðtak­end­ur voru boðaðir í skýrslu­töku hjá lög­reglu og beint inn á vef sem var lík­ur vef lög­regl­unn­ar. Þar endaði ferlið á því að fólki var sagt að sækja skrár með nán­ari upp­lýs­ing­um um skýrslu­tök­una.

Ekki ligg­ur fyr­ir í hversu mörg póst­hólf svika­póst­arn­ir bár­ust í heild­ina, en Daði seg­ir ljóst á fjölda þeirra sem hafi sett sig í sam­band við lög­reglu að þeir hafi farið víða.

Lög­regl­an rann­sak­ar málið og ætl­ar síðdeg­is í dag eða snemma í fyrra­málið að koma út leiðbein­ing­um um það hvernig skuli bregðast við til þeirra sem féllu fyr­ir svik­un­um og sóttu skrá með óværu, sem veit­ir tölvuþrjótn­um bak­dyr eða fjar­stýrðan aðgang að tölvu not­and­ans – svo­kallaður tróju­hest­ur (e. remote access troj­an).

„Það virðist vera lík­leg­ast að þetta teng­ist því að kom­ast í ein­hverj­ar fjár­má­la­upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Daði, sem seg­ir svindlið sjálft hafa verið „mjög vel gert“ og að um sann­fær­andi svika­tilraun hafi verið að ræða.

Ekki er hægt að slá því föstu hvort tölvuþrjót­ur­inn sem þarna var að verki sé ís­lensk­ur eða er­lend­ur, en lénið logrei­an.is sem notað var til að senda út svika­póst­ana, var keypt með stoln­um upp­lýs­ing­um frá Thelmu Dögg Guðmundsen, sem er blogg­ari og áhrifa­vald­ur.

Daði seg­ir að lög­regla hafi ekki enn kom­ist í að rann­saka þann anga máls­ins og af hverju auðkenni þess­ar­ar til­teknu konu hafi verið notuð til að kaupa lénið, þar sem áhersla hafi verið lögð á að skoða óvær­una sjálfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert