„Víðs fjarri raunveruleikanum“ 

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Um­mæli veiðirétt­ar­haf­ans Ótt­ars Yngva­son­ar um er­lent starfs­fólk okk­ar og fjár­festa eru ótrú­leg og eins og úr grárri forneskju. Þær tölu­legu staðreynd­ir, sem hann ber á borð lands­manna gegn­um Rík­is­sjón­varpið, um fjölda starfs­manna okk­ar og meint verðmæti eld­is­leyfa, eru einnig víðs fjarri raun­veru­leik­an­um.“ Þetta seg­ir Kjart­an Ólafs­son, stjórn­ar­formaður Arn­ar­lax ehf., í sam­tali við mbl.is um mál­flutn­ing Ótt­ars Yngva­son­ar í Kast­ljósi RÚV í kvöld.

Þar full­yrti Óttar m.a. að um 10-15 störf væri að ræða og sagði: „Og mest eru það Pól­verj­ar og út­lend­ing­ar.“ Þá full­yrti hann að þarna ættu þeir ein­ung­is bráðabirgðaheim­ili.
Síðar í viðtal­inu sagði hann að í Nor­egi myndu fyr­ir­tæk­in sem um ræðir þurfa að greiða 45 millj­arða fyr­ir eld­is­leyfi. 

Dap­ur­legt að elt­ast við rang­færsl­ur Ótt­ars

„Hjá Arn­ar­laxi starfa 115 manns. Auk þess eru 100 verk­tak­ar og þjón­ustuaðilar. Í kjöl­far frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins hafa nú Byggðastofn­un og Hag­stof­an staðfest þess­ar upp­lýs­ing­ar. Heild­ar­launa­greiðslur Arn­ar­lax 2017 voru um 1,1 millj­arður,“ seg­ir Kjart­an og bæt­ir við: „Það er í raun dap­ur­leg staða að elt­ast við sí­end­ur­tekn­ar rang­færsl­ur Ótt­ars á RÚV, sem virðist ekki átta sig á aðstæðum.“

Á laug­ar­dag gerðu bæj­ar­stjóri Vest­ur­byggðar og odd­viti Tálkna­fjarðar sam­bæri­leg­ar at­huga­semd­ir við frétta­flutn­ing RÚV þar sem staðreynd­ir voru hafðar eft­ir Ótt­ari.

Óttar Yngvason í Kastljósi RÚV í kvöld.
Óttar Yngva­son í Kast­ljósi RÚV í kvöld. Skjá­skot/​RÚV
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert