Ætla að beisla vindinn

Landsvirkjun tók í janúar 2013 í gagnið tvær vindmyllur við …
Landsvirkjun tók í janúar 2013 í gagnið tvær vindmyllur við Búrfell og hefur til skoðunar að setja upp vindmyllugarð í Búrfellslundi. mbl.is/Árni Sæberg

Und­ir­bún­ing­ur vegna vindorku­fram­leiðslu er kom­inn á fulla ferð víða um land og er vindorku­fram­leiðsla þar sem vindaðstæður eru góðar orðin ódýr­ari en raf­orku­fram­leiðsla með jarðvarma eða vatns­afli.

Tvö fyr­ir­tæki hafa fengið stöðuleyfi fyr­ir mæli­möstr­um í Dala­byggð til að fram­kvæma vind­mæl­ing­ar, vind­mæl­ing­ar eru farn­ar af stað í Garps­dal í Reyk­hóla­hreppi og fleiri inn­lend­ir og er­lend­ir aðilar hafa sýnt vindorku­fram­leiðslu áhuga, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um beisl­un vindork­unn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Ketill Sig­ur­jóns­son orkuráðgjafi seg­ir að virkja þurfi tals­vert á næstu árum til þess að mæta spám um orkuþörf næstu ára verði stór­ir orku­samn­ing­ar til stóriðju end­ur­nýjaðir. Hann seg­ir vindorku nokkuð lengi hafa þótt áhuga­verður kost­ur en kostnaðarlega óhag­kvæm­ur. Und­an­farið hafi hins veg­ar fram­leiðsla á vind­myll­um orðið hag­kvæm­ari með auk­inni fram­leiðslu vind­myllu­fram­leiðenda og fram­leiðslu á stærri og hag­kvæm­ari vind­myll­um en áður. „Núna er kostnaður­inn orðinn það lág­ur að þetta er í raun orðið ódýr­asta teg­und­in af raf­orku­fram­leiðslu,“ seg­ir Ketill, sem tel­ur brýnt að lög­gjaf­inn skýri vel reglu­verk í kring­um um­hverf­is­mat og leyf­is­veit­ing­ar und­ir vind­myll­ug­arða. „Eitt besta dæmið um hvað þetta er orðið ódýrt er að núna gera ál­ver­in t.d. í Nor­egi samn­inga við vindorku­fyr­ir­tæki,“ seg­ir Ketill.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert