Íslenska á öllum sviðum

Íslensk tunga nær yfir allar útgáfur tilverunnar, segir Anna María …
Íslensk tunga nær yfir allar útgáfur tilverunnar, segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Staða ís­lenskr­ar tungu er brot­hætt, seg­ir Anna María Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands og ís­lensku­kenn­ari.

„Mikl­ar og hraðar sam­fé­lags- og tækni­breyt­ing­ar hafa víðtæk áhrif á flest­um sviðum mann­lífs­ins og áhrif ensk­unn­ar á ís­lenskt mál­um­hverfi eru meiri og víðtæk­ari en nokkru sinni. Við heyr­um sí­fellt fleiri kenn­ara greina frá námserfiðleik­um nem­enda vegna dalandi málskiln­ings og orðaforða og staðfesta rann­sókn­ir þessa al­var­legu þróun.“

Kenn­ara­sam­band Íslands hélt í síðustu viku sitt ár­lega Skóla­málaþing og þar var sjón­um sér­stak­lega beint að ís­lensku máli og þætti skól­anna til efl­ing­ar því. Á þing­inu var und­ir­ritaður sátt­máli milli kenn­ara­fé­lag­anna og ým­issa fleiri um vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi ís­lensks máls og er hann birt­ur hér til hliðar á síðunni.

„Við telj­um nauðsyn­legt að skóla­kerfið sé leiðandi til að tyggja stöðu ís­lenskr­ar tungu í skóla­kerfi og sam­fé­lagi. En til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Nauðsyn­legt er að auka fram­boð á vönduðu og fjöl­breyttu náms- og kennslu­efni á ís­lensku. Efnið þarf svo að hald­ast í hend­ur við mark­mið um mennt­un við hæfi, styðja við starf kenn­ara og þróun náms og kennslu. Nefni ég þar sér­stak­lega náms­efni í leik- og fram­halds­skóla. Veru­lega þarf að bæta í náms­gagna­út­gáfu á þess­um tveim­ur skóla­stig­um og nauðsyn­legt er að náms- og kennslu­efni verði nem­end­um að kostnaðarlausu frá upp­hafi leik­skóla til loka fram­halds­skóla,“ seg­ir Anna María, sem kenndi ís­lensku um langt ára­bil, lengst í Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti í Reykja­vík.

Sjá viðtal við Önnu Maríu í  heild í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert