Íslenska á öllum sviðum

Íslensk tunga nær yfir allar útgáfur tilverunnar, segir Anna María …
Íslensk tunga nær yfir allar útgáfur tilverunnar, segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Staða íslenskrar tungu er brothætt, segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og íslenskukennari.

„Miklar og hraðar samfélags- og tæknibreytingar hafa víðtæk áhrif á flestum sviðum mannlífsins og áhrif enskunnar á íslenskt málumhverfi eru meiri og víðtækari en nokkru sinni. Við heyrum sífellt fleiri kennara greina frá námserfiðleikum nemenda vegna dalandi málskilnings og orðaforða og staðfesta rannsóknir þessa alvarlegu þróun.“

Kennarasamband Íslands hélt í síðustu viku sitt árlega Skólamálaþing og þar var sjónum sérstaklega beint að íslensku máli og þætti skólanna til eflingar því. Á þinginu var undirritaður sáttmáli milli kennarafélaganna og ýmissa fleiri um vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls og er hann birtur hér til hliðar á síðunni.

„Við teljum nauðsynlegt að skólakerfið sé leiðandi til að tyggja stöðu íslenskrar tungu í skólakerfi og samfélagi. En til þess að svo megi verða þarf margt að koma til. Nauðsynlegt er að auka framboð á vönduðu og fjölbreyttu náms- og kennsluefni á íslensku. Efnið þarf svo að haldast í hendur við markmið um menntun við hæfi, styðja við starf kennara og þróun náms og kennslu. Nefni ég þar sérstaklega námsefni í leik- og framhaldsskóla. Verulega þarf að bæta í námsgagnaútgáfu á þessum tveimur skólastigum og nauðsynlegt er að náms- og kennsluefni verði nemendum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ segir Anna María, sem kenndi íslensku um langt árabil, lengst í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í Reykjavík.

Sjá viðtal við Önnu Maríu í  heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka