Landgönguliðar í Þjórsárdal

Hjálparfoss. Landgönguliðar æfa í Þjórsárdal síðar í mánuðinum.
Hjálparfoss. Landgönguliðar æfa í Þjórsárdal síðar í mánuðinum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umræður hafa vaknað í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna heræfingar sem fyrirhuguð er í Þjórsárdal síðar í mánuðinum og hefur skrifstofa sveitarfélagsins fengið fyrirspurnir vegna þess.

Björgvin Skafti Bjarnason oddviti segir að málið hafi ekki verið borið undir sveitarstjórn og telur ekki ástæðu til að gera veður út af því í ljósi fjöldans sem tekur þátt og fyrri heræfinga í Þjórsárdal. Hann hefur þó þegið boð um að fulltrúi frá ríkislögreglustjóra komi og skýri út hvað fyrirhugað er að gera.

Dagana 19. og 20. október verður haldin í Reykjavík skipulagsráðstefna vegna varnaræfingar Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture í Noregi. Von er á tíu herskipum hingað til lands með alls 6 þúsund sjóliða. Um leið verður efnt til svokallaðrar vetraræfingar í Þjórsárdal með 400 landgönguliðum hvorn dag, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert