Málfarssjúkdómar ekki banvænir

Málfræðingarnir (f.v.) Ásgrímur Angantýsson, Höskuldur Þráinsson og Einar F. Sigurðsson.
Málfræðingarnir (f.v.) Ásgrímur Angantýsson, Höskuldur Þráinsson og Einar F. Sigurðsson.

Bæk­urn­ar „Til­brigði í setn­inga­gerð I-III“ hafa nú all­ar verið gefn­ar út í kjöl­far rann­sókn­ar­verk­efn­is sem ætlað var að kort­leggja út­breiðslu til­brigða eða mál­fars­legra „sjúk­dóma“. Verk­efn­is­stjóri verk­efn­is­ins var Hösk­uld­ur Þrá­ins­son pró­fess­or og hlaut verk­efnið styrk frá Rann­sókn­ar­sjóði.

Hösk­uld­ur seg­ir niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að út­breiðsla þágu­falls­sýki sé meiri hjá körl­um en kon­um. Ekki var mark­tæk­ur mun­ur á út­breiðslu annarra mál­fars­legra sjúk­dóma milli karla og kvenna, bæt­ir hann við.

Hösk­uld­ur seg­ir Ólafs­fjarðar­eign­ar­fallið það eina sem rann­sak­end­ur vissu að væri eitt­hvert lands­hluta­bundið til­brigði, en í því felst að segja til að mynda „tölv­an mömmu“ eða „hest­ur­inn stráks­ins“. Þetta til­brigði er kennt við Ólafs­fjörð en er einnig þekkt á Sigluf­irði og að ein­hverju leyti í Skagaf­irði, að sögn Hösk­uld­ar. Hins veg­ar er þetta til­brigði einnig að finna á Pat­reks­firði og er al­geng­ast á Kirkju­bæj­arklaustri. „Ég veit ekki hvernig stend­ur á því. Það eru ekki sér­stök tengsl á milli Pat­reks­fjarðar og Siglu­fjarðar,“ seg­ir hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert