Rannsaka afhöfðun hænu

Matvælastofnun rannsakar myndskeiðið.
Matvælastofnun rannsakar myndskeiðið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sér­fræðing­ar hjá Mat­væla­stofn­un rann­saka mynd­skeið þar sem karl­maður virðist af­höfða hænu með því að berja höfði henn­ar við kant. 

Þetta kem­ur fram á Vísi.

Ekki er ljóst hvar eða hvenær mynd­skeiðið er tekið upp. Það hef­ur verið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum síðasta sól­ar­hring og hafa aðfar­ir manns­ins víða verið harðlega gagn­rýnd­ar.

Maður­inn heyr­ist kalla „haus­inn af“ eft­ir að hann lem­ur höfði hæn­unn­ar við kant­inn og af því má telja lík­legt að at­vikið hafi átt sér stað hér á landi.

Brigitte Brug­ger, dýra­lækn­ir ali­fugla­sjúk­dóma hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir í sam­tali við Vísi að aðferðin sem maður­inn virðist nota við að af­höfða kjúk­ling­inn sé ólög­leg. Sam­kvæmt regl­um MAST skal svipta ali­fugla meðvit­und áður en þeir eru af­höfðaðir.

Hún seg­ir að málið verði rann­sakað.




mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert