Þrír menn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald síðustu helgi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is, sem hefur heimilidir fyrir því að rannsóknin tengist vinnumansali. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsókn málsins, sem er á frumstigi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tíu karlmenn, einn íslenskan og níu erlenda, í tengslum við rannsókn á skjalafalsi, nánar tiltekið vegabréfafölsun. Ólafur Helgi gat ekki staðfest hvort rannsóknirnar tengjast innbyrðis.