Þrír í vikulangt varðhald vegna gruns um vinnumansal

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald vegna …
Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar á vinnumansali. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír menn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald síðustu helgi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is, sem hefur heimilidir fyrir því að rannsóknin tengist vinnumansali. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsókn málsins, sem er á frumstigi. 

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók í morg­un tíu karl­menn, einn ís­lensk­an og níu er­lenda, í tengsl­um við rann­sókn á skjalafalsi, nán­ar til­tekið vega­bréfa­föls­un. Ólafur Helgi gat ekki staðfest hvort rannsóknirnar tengjast innbyrðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka