„Stöðvum þennan níðingsskap“

Helga Vala Helgadóttir á Alþingi.
Helga Vala Helgadóttir á Alþingi. mbl.is/​Hari

Nokkrir þingmenn ræddu um stöðu mála varðandi erlenda starfsmenn á vinnumarkaði undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, sagði að stjórnvöld megi ekki draga lappirnar í þessum málaflokki og sagði að þetta „ófremdarástand hafi viðgengist of lengi“.

„Ég tel að það sé verið að stela af fólki þegar fólk með sínu vinnuframlagi fær ekki laun samkvæmt kjarasamningum,“ sagði hún og nefndi að herða þurfi viðurlög gagnvart þeim fyrirtækjum sem brjóti á starfsmönnum sínum með þessum hætti.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bætti við að boltinn sé hjá þingmönnum. „Við sýndum það í gær að við getum ýmislegt þegar viljinn er fyrir hendi. Förum í aðgerðir, gerum þetta saman og stöðvum þennan níðingsskap með viðurlögum,“ sagði hún.

Jón Þór Þorvaldsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að meðferðin á sumum af þeim erlendu starfskröftum sem hingað koma væri „vægast sagt skammarleg“. Hann benti á vandamálið á bak við gerviverktöku og skoraði á stjórnvöld að taka fastar á þessum málum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert