Aðsókn að skólagörðum minnkar

Tvö börn vökva grænmetið í skólagörðunum við Hörðuvelli í Kópavogi. …
Tvö börn vökva grænmetið í skólagörðunum við Hörðuvelli í Kópavogi. Bærinn telur rekstur skólagarða mikilvægt uppeldismál. mbl.is/Árni Sæberg

Aðsókn í skólagarða í sveitarfélögum sem bjóða upp á þá þjónustu hefur farið dvínandi undanfarin ár eftir mikla aukningu sem varð eftir bankahrunið. Mikið fall varð í umsóknum um garða í Hafnarfirði í vor og er það rakið til veðráttunnar.

Mörg sveitarfélög hafa hætt rekstri sérstakra skólagarða og sameinað þá í matjurtagarða fyrir alla fjölskylduna. Það á til dæmis við um Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ.

Í umfjöllun um þróun þessa í Morgunblaðinu í dag telur Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnastjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, að ræktun eigin matjurta hafi heldur minnkað. Það gerist í uppsveiflu í efnahagslífinu og aukist aftur í niðursveiflu. Hann hefur þó á tilfinningunni að hluti af aukningunni sem varð eftir hrun hafi haldist. Félagið er með garða fyrir félagsmenn á tveimur stöðum í Reykjavík. Fólkið sem hafi aðstöðu í Elliðaárdal komi ár eftir ár en garðarnir í Gordal séu blautari og þar hafi aðsókn minnkað í rigningarsumrum. Fólkið hafi stundum látið sig hverfa og skilið eftir gaffla og skóflur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert