Borgaði sig lausan úr farbanni

Sindri mætti í héraðsdóm þegar málið var þingfest og neitaði …
Sindri mætti í héraðsdóm þegar málið var þingfest og neitaði sök. mbl.is/Eggert

Sindri Þór Stefánsson, sem ákærður er í gagnaversmálinu svokallaða, er ekki lengur í farbanni þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann til 25. október næstkomandi. Hann mun hafa greitt tryggingu til að losna undan banninu. Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur það staðfest frá Öldu Hrönn Jóhannesdóttur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Sindri nú staddur á Spáni ásamt fjölskyldu sinni.

Sjö eru ákærðir í málinu sem er eitt umfangsmesta þjófnaðar­mál sem komið hefur upp hér á landi og varðar þjófnað á 600 öfl­ug­um bitco­in-leit­ar­vél­um úr þrem­ur gagna­ver­um í lok síðasta árs og upp­hafi þessa árs.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan september en allir sakborningar neituðu sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert