Innkaup vegna braggans verða skoðuð

Náðhús braggans hefur kostað yfir 40 m.kr. og virðist óklárað.
Náðhús braggans hefur kostað yfir 40 m.kr. og virðist óklárað. mbl.is/Árni Sæberg

Hallur Símonarson, innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, telur augljóst að skoða þurfi innkaupaþáttinn sérstaklega í tengslum við framkvæmdir á yfir 400 milljóna króna bragganum í Nauthólsvík.

Aðspurður telur Hallur sig vel hæfan til verksins enda sé embættið óháð borgarstjóra. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að ekkert bendi til þess að farið hafi verið í neitt útboð hjá borginni í tengslum við málið. Ítrekar hún nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að rannsaka málið.

„Ég treysti innri endurskoðanda sem manni og persónu en mér finnst þetta mál vera svo stórt og það eru svo margar spurningar og svo mikill feluleikur að það verði að fá óháðan aðila til að fara í saumana á því,“ segir Vigdís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og bendir á að innri endurskoðandi sitji m.a. fundi borgarráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert