Skoða að halda HM-einvígi í skák á Íslandi

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE, Dvorkovich, tekur jákvætt í hugmyndir um að halda heimsmeistaraeinvígið í skák árið 2022 á Íslandi. Þá verða liðin 50 ár frá einvígi aldarinnar, þegar Bobby Fischer og Boris Spassky öttu kappi í Laugardalshöll.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að mikil tækifæri fælust í því að mótið yrði haldið á Íslandi.

Rússinn Dvorkovich, fyrrum aðstoðarmaður Pútíns Rússlandsforseta, naut stuðnings Skáksambands Íslands en með kjöri hans er 25 ára valdatímabili Kirsans Ilyumzhinovs lokið. Hann hlaut 103 atkvæði gegn 78 atkvæðum hins gríska Georgios Makropoulos, sem hefur verið viðloðandi FIDE í um tvo áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert