Skýrsla um Landssímareit enn ókomin

Undir bílastæði Landsímans var hluti af elsta kirkjugarði Reykjavíkur.
Undir bílastæði Landsímans var hluti af elsta kirkjugarði Reykjavíkur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Minjastofnun hefur enn ekki fengið í hendur skýrslu Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings um fornleifauppgröftinn á Landssímareitnum í miðborg Reykjavíkur 2016 til 2017.

Von var á skýrslunni 1. júní, fyrir rúmum fjórum mánuðum en hún hefur ekki borist. Engar upplýsingar fást um það hvenær niðurstöðurnar verða kynntar.

Vala hefur ekki viljað greina Morgunblaðinu frá helstu niðurstöðum fornleifarannsóknarinnar, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli. Þá hefur hún synjað ósk Morgunblaðsins um að fá að ljósmynda gripina sem fundust við uppgröftinn og geymdir eru á forvörsluverkstæði Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði. Í reglum Minjastofnunar um leyfi til fornleifarannsókna frá 2013 segir í 11. grein að leyfishafi skuli eiga fyrsta útgáfurétt um gögn og gripi í fimm ár frá lokum vettvangsrannsóknar. Ekki liggur þó í augum uppi að þetta ákvæði eigi að gilda um umfjöllun fréttamiðla.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að blaðið hefur einnig leitað upplýsinga um kostnað við fornleifarannsóknina á Landssímareitnum en enn engin svör fengið. Samkvæmt lögum ber framkvæmdaaðili kostnaðinn. Það er Lindarvatn ehf. sem er eigandi fasteigna á reitnum þar sem nýtt gistihús Icelandair hotels er að rísa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka