Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst leggja til í borgarstjórn að fasteignaskattar á fyrirtæki lækki um 0,05% strax á næsta ári.
Þeir eru nú í lögfestu hámarki, sem er 1,65% og í aðsendri grein Katrínar Atladóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag segir að slík skattheimta sé afar íþyngjandi og hún skerði samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni gagnvart fyrirtækjum í sveitarfélögum þar sem hún er lægri.
Að auki muni skattarnir hækka að meðaltali um 8% næstu fjögur ár samkvæmt fjárhagsáætlun.