Vilja lækka skatta um 0,05%

Katrín Atladóttir segir að skattar borgarinnar þurfi að lækka strax.
Katrín Atladóttir segir að skattar borgarinnar þurfi að lækka strax. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík hyggst leggja til í borg­ar­stjórn að fast­eigna­skatt­ar á fyr­ir­tæki lækki um 0,05% strax á næsta ári.

Þeir eru nú í lög­festu há­marki, sem er 1,65% og í aðsendri grein Katrín­ar Atla­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir að slík skatt­heimta sé afar íþyngj­andi og hún skerði sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tækj­anna í borg­inni gagn­vart fyr­ir­tækj­um í sveit­ar­fé­lög­um þar sem hún er lægri.

Að auki muni skatt­arn­ir hækka að meðaltali um 8% næstu fjög­ur ár sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert