Bensínlítrinn yfir 235 krónur

Eldsneytið hefur hækkað skarpt.
Eldsneytið hefur hækkað skarpt. mbl.is/​Hari

„Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Hækkun um 20 krónur á lítrann getur þýtt 30-40 þúsund krónur á hvern bíl á ári,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Bensínverð hefur hækkað talsvert að undanförnu. Er nú svo komið að algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá N1 og Olís var 235,3 krónur í gær.

Á vefnum gasvaktin.is, þar sem fylgst er með verðbreytingum á bensíni dag hvern, mátti sjá í gær að algengt verð hjá Atlantsolíu, Orkunni og ÓB var tæpar 232 krónur á lítrann. Hjá OrkunniX og Dælunni má fá bensínlítrann allt niður í tæpar 222 krónur. Sem fyrr skera bensínstöðvar Costco og Atlantsolíu við Kaplakrika sig úr. Hjá Costco kostaði bensínlítrinn í gær 197,9 krónur og hjá Atlantsolíu í Kaplakrika 200,9 krónur.

Dísellítrinn kostaði í gær 196,9 krónur hjá Costco. Algengt verð hjá N1 og Olís, án afsláttar, er hins vegar rúmar 233 krónur. Bensínverð hefur ekki verið svo hátt hér síðan síðla árs 2014. Hæsta meðalverð í mánuði sem skráð er nam 272,90 krónum í apríl 2012, samkvæmt upplýsingum frá FÍB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka