Einstakur 1.000 ára fundur

Þórshamarinn sem fannst í Þjórsárdal í byrjun mánaðarins.
Þórshamarinn sem fannst í Þjórsárdal í byrjun mánaðarins.

Einstakur gripur frá því fyrir kristni fannst fyrir tilviljun í Þjórsárdal í síðustu viku. Þetta er þórshamar úr sandsteini sem einhver hefur að líkindum borið um hálsinn fyrir meira en þúsund árum.

Þórshamrar úr steini hafa ekki fundist hér á landi áður. Ragnheiður Gló Gylfadóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, segir að fornleifafræðingar sem vinna við fornleifaskráningu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi fengið ábendingu um áður óþekkt bæjarstæði í Þjórsárdal. Þegar farið var á staðinn á föstudaginn fundust þar nokkrir forngripir í lausum jarðvegi, heinarbrýni, alur og sylgja auk þórshamarsins.

Ragnheiður segir fornleifafræðingana hafa glaðst mjög yfir þessum óvænta fundi. Áhugi sé á því að kanna bæjarstæðið forna frekar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert