Framkvæmdir við blokk stöðvaðar

Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar tímabundið við hús á lóð númer …
Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar tímabundið við hús á lóð númer 5 við Pósthússtræti í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Framkvæmdir voru stöðvaðar tímabundið við níu hæða fjölbýlishús í Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ. Jónas Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri Mannverks sem reisir húsið, vonast til að framkvæmdir geti haldið áfram fljótlega.

„Við erum búnir að uppfylla allt sem skipulagsráð sveitarfélagsins bað um,“ segir Jónas í Morgunblaðinu í dag.

Víkurfréttir greindu frá því í fyrradag að íbúar í Pósthússtræti 3 hefðu mótmælt nálægð á milli húsa og fjölda íbúða og bílastæða í niðurstöðum grenndarkynningar vegna lóðanna númer 5, 7 og 9. Grenndarkynningin var í tengslum við breytingar á skipulagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka