Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að hætta akstri næturstrætó um áramót en fjallað var um málið í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl“. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir málið til skoðunar en að hann hefði viljað sjá fleiri nota vagnana.
„Þetta var tilraunaverkefnis til eins árs og það er því mjög auðvelt að fullyrða að hann hætti um næstu áramót þegar ekkert annað hefur verið tilkynnt. Núna er verið að meta reynsluna af þessu,“ segir Jóhannes.
Hann segir þrjá kosti í stöðunni. „Halda áfram, gera einhverjar breytingar eða hætta.“
Tölur vegna næturstrætó verða lagðar fyrir stjórn á næstunni, sem síðan mun taka ákvörðun um framhaldið.
Sex leiðir eru í næturakstri; leið 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Jóhannes segir að miðað við spennuna þegar vagnarnir hófu akstur í janúar að hann hefði viljað sjá fleiri í í vögnunum. „Ég hefði viljað sjá fleiri nota þetta.“