Miðasala á landsleikinn tekið kipp

Birkir Bjarnason og félagar fagna markinu sem hann skoraði gegn …
Birkir Bjarnason og félagar fagna markinu sem hann skoraði gegn Frökkum í gær. AFP

Um 2.500 miðar eru eftir á landsleik Íslands og Sviss sem fer fram á Laugardalsvelli á mánudaginn. Kippur kom í miðasöluna í gærkvöldi á meðan á leik Íslands og Frakklands stóð og að honum loknum.

Að sögn Óskars Arnar Guðbrandssonar, sem sér um markaðs- og fjölmiðlamál hjá KSÍ, seldust fleiri miðar eftir að fyrra mark Íslands kom í leiknum gegn Frökkum en hafa selst nokkurn annan dag síðan miðasalan hófst.

Fram að leiknum í gær hafði verið greint frá dræmri miðasölu á leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni en svo virðist sem landsmenn séu farnir að taka við sér eftir góða frammistöðu gegn heimsmeisturum Frakka í gærkvöldi. Leikurinn endaði 2-2 eftir að Ísland hafði verið tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka.

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert