Telja raunhæft að nýta plastúrgang í malbik

Tilraunir verða gerðar með að blanda plastúrgangi í malbik hér …
Tilraunir verða gerðar með að blanda plastúrgangi í malbik hér í stað þess að farga því. Hagsmunaaðilar sýna þessum hugmyndum áhuga. mbl.is/​Hari

Notkun plastúrgangs í malbik er raunhæfur kostur að mati sérfræðings sem rannsakað hefur þennan möguleika. Í næstu viku hefjast malbiksrannsóknir sem leiða munu í ljós hvort heppilegt sé að taka upp þetta verklag við vegagerð hér á landi.

Verði þessi áform að veruleika getur mögulegur sparnaður við vegagerð numið háum fjárhæðum ár hvert en að auki væri hægt að koma í veg fyrir förgun á miklu magni af plastúrgangi og draga þar með verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

„Ég held að þetta gæti verið mjög spennandi og raunhæfur kostur fyrir Ísland,“ segir Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, í  umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag. Í meistaranámi sínu í umhverfisverkfræði við DTU í Kaupmannahöfn rannsakaði hún hvort raunhæft væri að blanda plastúrgangi í malbik út frá umhverfissjónarmiðum. Niðurstaðan var jákvæð og í næstu viku hefjast rannsóknir og sýnagerð. Vonast Guðrún eftir því að hægt verði að leggja tilraunaveg næsta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert