Uppreist æru ekki í takt við nútímann

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóms­málaráðherra hef­ur lagt fram laga­frum­varp um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna af­náms ákvæða um upp­reist æru. Í grein­ar­gerð kem­ur fram að fjár­hags­leg lang­tíma­áhrif frum­varps­ins séu hverf­andi. Ekki er gert ráð fyr­ir því að kostnaður rík­is­sjóðs muni aukast verði það óbreytt að lög­um. Bent er á að und­an­far­in ár hafi upp­reist æru verið veitt að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári en að fjöldi um­sókna hafi verið meiri. 

Lög­in eiga að taka gildi 1. janú­ar næst­kom­andi. Þar seg­ir að með lög­un­um og þeirri heild­ar­end­ur­skoðun sem núna fer fram sé horfið end­an­lega frá því að stjórn­völd taki ákv­arðanir um upp­reist æru.

Þyngri skil­yrði vegna mál­flutn­ings­rétt­inda

Lagt er til að horfið verði frá því að skil­yrði fyr­ir starfi eða embætti verði þau að viðkom­andi hafi óflekkað mann­orð eða hafi ekki gerst sek­ur um refsi­vert at­hæfi sem megi telja sví­v­irðilegt að al­menn­ings­áliti.

„Verði frum­varp þetta að lög­um get­ur hver sá sem hef­ur lokið afplán­un fang­els­is­refs­ing­ar boðið sig fram í kosn­ing­um, en hæfis­skil­yrði í til­tek­in embætti rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og til veit­ing­ar mál­flutn­ings­rétt­inda verða þyngd. Þá verður að öll­um lík­ind­um til­efni til þess að end­ur­skoða í kjöl­farið þær kröf­ur sem gerðar eru til ým­issa annarra stétta og embætta, svo sem end­ur­skoðenda, rík­is­skatt­stjóra og fé­lags­dóms, auk þess sem rétt er að huga að því hvort rétt sé að skil­greina nán­ar í lög­um hæfis­skil­yrði til dæm­is heil­brigðis­starfs­manna eða presta,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Við gerð frum­varps­ins var haft sam­ráð við Lög­manna­fé­lag Íslands, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti, mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti og vel­ferðarráðuneyti. Þá var frum­varpið birt í sam­ráðsgátt Stjórn­ar­ráðsins áður en það var lagt fram á Alþingi. Um­sagn­ir bár­ust frá Lög­manna­fé­lagi Íslands og Af­stöðu, fé­lagi fanga og annarra áhuga­manna um bætt fang­els­is­mál og betr­un, og var tekið til­lit til um­sagn­anna við vinnslu frum­varps­ins.

Missi ekki borg­ara­leg rétt­indi

Með 1. grein frum­varps­ins er lagt til að 84. og 85. grein­ar al­mennra hegn­ing­ar­laga sem fjalla um upp­reist æru verði felld­ar brott úr lög­un­um. Þannig verður horfið frá því að fjalla um missi æru ein­stak­linga í ís­lenskri lög­gjöf og end­ur­veit­ingu æru með stjórn­valdsákvörðun, enda þyki slíkt fyr­ir­komu­lag úr­elt og ekki í takt við nú­tíma­hug­mynd­ir í refsipóli­tík.

„Þá ber hug­takið æra gild­is­hlaðna merk­ingu og því þykir skjóta skökku við að ein­stak­ling­ur geti hlotið æru sína með sér­stakri yf­ir­lýs­ingu frá for­seta Íslands að upp­fyllt­um mjög tak­mörkuðum skil­yrðum í lög­gjöf og fram­kvæmd. Eðli­legra þykir að ein­stak­ling­ar missi ekki borg­ara­leg rétt­indi en kveðið sé á um það í sér­lög­um hverju sinni hver hæfis­skil­yrðin séu til þess að gegna megi til­tekn­um störf­um eða njóta til­tek­inna rétt­inda,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Alþingishúsið.
Alþing­is­húsið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mega sinna starf­inu fimm árum síðar

Í stað til­vís­ana í lög­um til óflekkaðs mann­orðs er lagt til að kveðið verði á um að ein­stak­ling­ar, sem sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um ber að hafa óflekkað mann­orð til að njóta til­tek­inna at­vinnu­rétt­inda, fái ekki að sinna starf­inu nema fimm ár hafi liðið frá því afplán­un hef­ur lokið að fullu, ef þeir hafa hlotið dóm fyr­ir refsi­verðan verknað þar sem refs­ing var að minnsta kosti fjög­urra mánaða óskil­orðsbundið eða ör­ygg­is­gæsla ef þeir voru orðnir 18 ára þegar brotið var framið.

„At­huga ber þó að efn­is­leg­ar breyt­ing­ar eru gerðar á hæfis­skil­yrðum í lög­um um lög­menn og lög­um um lands­dóm. Með þessu móti er leit­ast við að halda að sem mestu leyti í óbreytt rétt­ar­ástand í þeim til­vik­um sem lög­gjaf­inn hef­ur metið óflekkað mann­orð sem nægj­an­legt skil­yrði fyr­ir þeim rétt­ind­um, starfi eða embætti sem um ræðir,“ seg­ir einnig í grein­ar­gerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert