Vilja embætti varaforseta

Tveir frambjóðendanna ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ (l.t.v.): Ragnar Þór …
Tveir frambjóðendanna ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ (l.t.v.): Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson (l.t.h.) Hanna Andrésdóttir

Þrír forystumenn verkalýðsfélaga sækjast eftir embættum varaforseta Alþýðusambands Íslands. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram í embætti 1. varaforseta og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í 2. varaforseta. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, stefnir á annað hvort embættið.

Fleiri gætu átt eftir að bætast við, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Skipt verður um forystu á þingi Alþýðusambandsins sem hefst 24. október. Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson bjóða sig fram í embætti forseta í stað Gylfa Arnbjörnssonar.

Ragnar Þór segir eðlilegt að styrkur VR sem stærsta stéttarfélags landsins endurspeglist í forystu ASÍ og rödd verslunarmanna verði skýr á þeim vettvangi. Vilhjálmur vísar til þess að hann og Ragnar hafi unnið vel saman og með formanni Eflingar og forystumönnum fleiri félaga. „Nú eru að renna upp nýir tímar í íslenskri verkalýðshreyfingu,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert