Vilja embætti varaforseta

Tveir frambjóðendanna ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ (l.t.v.): Ragnar Þór …
Tveir frambjóðendanna ásamt Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ (l.t.v.): Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson (l.t.h.) Hanna Andrésdóttir

Þrír for­ystu­menn verka­lýðsfé­laga sækj­ast eft­ir embætt­um vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, býður sig fram í embætti 1. vara­for­seta og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í 2. vara­for­seta. Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, stefn­ir á annað hvort embættið.

Fleiri gætu átt eft­ir að bæt­ast við, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. Skipt verður um for­ystu á þingi Alþýðusam­bands­ins sem hefst 24. októ­ber. Drífa Snæ­dal og Sverr­ir Már Al­berts­son bjóða sig fram í embætti for­seta í stað Gylfa Arn­björns­son­ar.

Ragn­ar Þór seg­ir eðli­legt að styrk­ur VR sem stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins end­ur­spegl­ist í for­ystu ASÍ og rödd versl­un­ar­manna verði skýr á þeim vett­vangi. Vil­hjálm­ur vís­ar til þess að hann og Ragn­ar hafi unnið vel sam­an og með for­manni Efl­ing­ar og for­ystu­mönn­um fleiri fé­laga. „Nú eru að renna upp nýir tím­ar í ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert