Bráðaþjónustu Hjartagáttar lokað

Lokun bráðaþjónustu Hjartagáttar á Landspítalanum við Hringbraut þýðir aukið álag …
Lokun bráðaþjónustu Hjartagáttar á Landspítalanum við Hringbraut þýðir aukið álag á slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérstakri bráðaþjónustu Landspítalans á Hringbraut við hjartasjúklinga verður lokað frá og með 1. desember og fólki sem fær hjartaáfall beint á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahússins í Fossvogi.

Starfsfólki Hjartagáttar og slysa- og bráðamóttöku Landspítalans var tilkynnt þetta fyrr í vikunni. Að sögn Karls Andersen, yfirlæknis Hjartagáttar, er þetta gert vegna skorts á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum en einnig sem liður í endurskipulagningu þjónustu við hjartveika sjúklinga.

Hjartagáttin verður áfram starfrækt og á sama stað í sjúkrahúsinu við Hringbraut en mun einbeita sér að dag- og göngudeildarþjónustu við langveika. Neyðartilvikum, svo sem hjartaáföllum, verður sinnt í Fossvogi. „Þetta er engin skyndiákvörðun,“ segir Karl, „heldur hefur þetta verið í undirbúningi í langan tíma.“ Komið sé að þeim tímapunkti að ekki sé lengur rekstrarlega hagkvæmt að hafa bráðaþjónustu Landspítalans á tveimur stöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert