Endurbygging Stórasels mun enda umfram áætlun

Áætlað var árið 2017 að endurbygging Stórasels myndi kosta 75 …
Áætlað var árið 2017 að endurbygging Stórasels myndi kosta 75 milljónir króna, verkið mun kosta meira. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyr­ir því að kostnaður við end­ur­bygg­ingu stein­bæjar­ins Stóra­sels við Holts­götu 41b í Reykja­vík verði meiri en það verð sem fæst fyr­ir bæ­inn þegar hann verður seld­ur sem íbúðar­hús.

Þetta seg­ir Þor­steinn Bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Minja­vernd­ar, sem gert hef­ur húsið upp. Um er að ræða 160 fm ein­býl­is­hús á lóð sem Minja­vernd fékk í tengsl­um við samn­ing sem gerður var við Reykja­vík­ur­borg árið 2014. Árið 2017 var kostnaður end­ur­bygg­ing­ar­inn­ar met­inn verða 75 millj­ón­ir króna og er reiknað með að verk­inu ljúki næsta vor.

„Minja­vernd var al­veg ljóst frá upp­hafi að þetta verk­efni myndi ekki standa und­ir sér en við erum með áætl­un sem við út­bjugg­um á leiðinni sem við höf­um ekki gefið upp til þessa og ekki einu sinni tekið sam­an hvað við telj­um að verði end­an­leg­ur kostnaður, en Minja­vernd mun borga með þessu verk­efni,“ seg­ir Þor­steinn í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert