Enn er mikil skömmustutilfinning

Björk hefur mikla reynslu af að vinna með ungu fólki.
Björk hefur mikla reynslu af að vinna með ungu fólki.

„Þetta er búið að vera rosalega gaman og frábært að vinna með þessum krökkum. Ég hafði samband við þau og fékk þau til liðs við mig af því ég hafði trú á að þau hefðu þor til að fjalla um þessa hluti,“ segir Björk Jakobsdóttir leikstjóri leikritsins Fyrsta skiptið sem frumsýnt verður í Gaflaraleikhúsinu á morgun sunnudag.

Verkið er samið og leikið af ungu fólki sem hefur heilmikið komið við sögu í leikhúsi áður, þeim Arnóri Björnssyni, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur, Mikael Emil Kaaber og Óla Gunnari Gunnarssyni. Eins og nafnið gefur til kynna er viðfangsefnið hin ýmsu fyrstu skipti í lífi unglinga.

„Þar er innifalið allt sem fylgir því að hormónin fara að kikka inn og einstaklingur fer að breytast úr barni í fullorðinn. Fyrstu blæðingar, fyrsta sjálfsfróun, fyrsti sleikurinn, fyrsta ástin og fyrsta stefnumótið. Okkur dettur stundum bara í hug kynlíf þegar við heyrum: Í fyrsta skipti. En þetta snýst um svo margt annað en kynlífið, það er í raun punkturinn yfir i-ið þegar krakkar eru búnir að upplifa öll hin fyrstu skiptin.“

Sjá viðtal við Björk um leikritið í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka