Erró opnar sýningu á verkum í svörtu og hvítu

Erró í Hafnarhúsi vegna nýrrar sýningar.
Erró í Hafnarhúsi vegna nýrrar sýningar. mbl.is/​Hari

Við nýjan tón kveður í myndlist Errós á sýningu sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Þar verður engin litadýrð en þrjátíu ný og nýleg málverk og tilraunakenndar svart-hvítar stuttmyndir sem hann gerði á sjöunda áratugnum.

Sýningin ber enda heitið Erró: Svart og hvítt. Erró segist hafa verið að gera svartar og hvítar myndir á undanförnum árum, stundum tvær og stundum fimm á ári og sumar mjög stórar. Hann segist hafa gaman af því að vinna í svörtu og hvítu.

„Það er alltaf gaman að vera kontróleraður af einhverju og þessi sýning er helmingur af sýningu sem var fyrir utan París. Hinn helmingurinn er núna í París, í galleríi sem ég hef unnið með í 15 ár núna,“ segir Erró í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert