Hugmyndafræðin á villigötum

Ugla Stefanía segir fáfræði og fordóma gjarnan haldast í hendur.
Ugla Stefanía segir fáfræði og fordóma gjarnan haldast í hendur. Ljósmynd/Oddvar Hjartarson

„Ég hef aldrei rek­ist á þenn­an mál­flutn­ing áður, en þetta kem­ur mér samt sem áður ekk­ert gríðarlega á óvart. Fólk sem gleyp­ir við fá­fræði og for­dóm­um um eitt mál­efni ger­ir það gjarn­an varðandi önn­ur,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, um mál­flutn­ing Heilsu­frels­is­sam­taka Íslands um bólu­setn­ing­ar og trans fólk.

Sam­tök­in deildu fyrr í dag inn­leggi á Face­book-síðu sinni sem vakti nokkra at­hygli, en þar var sagt að bólu­setn­ing­ar auki „áhættu á kynátt­un­ar­vanda“. Færsl­an féll í grýtt­an jarðveg og hef­ur verið fjar­lægð, en sé rennt niður síðuna má sjá að síðuhald­ar­ar dreifa gjarn­an boðskap um að bólu­setn­ing­ar gegn ýms­um al­geng­um sjúk­dóm­um séu skaðleg­ar heilsu fólks.

Ugla, sem sjálf er trans mann­eskja og kynja­fræðing­ur, seg­ir við mbl.is að í þess­ari færslu af­hjúp­ist á hversu mikl­um villi­göt­um hug­mynda­fræði bæði and­stæðinga bólu­setn­inga og fólks sem er trans­fób­ískt sé.

Skjá­skot af færsl­unni á síðu Heilsu­frels­is

„And­stæðing­ar bólu­setn­inga hika ekki við að nýta sér fá­fræði, ótta og for­dóma gagn­vart trans fólki til að vekja at­hygli á sín­um málstað, sem er ekk­ert nema stórfurðulegt og mjög skaðandi.

Eng­in vís­inda­leg rök að baki

Skila­boðin sem er hér verið að senda er að það sé betra að barnið þitt muni hugs­an­lega deyja úr lífs­hættu­leg­um sjúk­dómi frek­ar en það verði trans. Þetta kem­ur svo sem ekk­ert á óvart, þar sem þessi hreyf­ing hef­ur ít­rekað nýtt sér sömu aðferðir gagn­vart fólki með ein­hverfu,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía.

Hún seg­ir að henni þyki nán­ast óþarfi að taka fram að eng­in vís­inda­leg rök séu á bakvið full­yrðing­ar síðuhald­ara og að það sé vand­ræðal­egt fyr­ir þessa hreyf­ingu að halda þessu fram.

„Trans fólk þjá­ist ekki af neinskon­ar vanda eða óvissu, þvert á móti er trans fólk full­visst um hver þau eru og eini vand­inn er sam­fé­lagið sem er oft á tíðum ekki til­búið að leyfa trans fólki að vera það sjálft,“ seg­ir Ugla Stef­an­ía.

Á Face­book-síðunni Heilsu­frelsi seg­ir að Heilsu­frels­is­sam­tök Íslands séu sam­tök sem myndi sam­stöðu fólks sem vilji „efla grund­vall­ar­mann­rétt­indi hvers sjálfráða ein­stak­lings um að geta valið fyr­ir sig þær leiðir sem hann sjálf­ur kýs að nota til heilsu­efl­ing­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert