Furða sig á Náttúrufræðistofnun

Rjúpnaveiðimaður á ferð. SKOTVÍS segist furða sig á tillögum Náttúrufræðistofnunar …
Rjúpnaveiðimaður á ferð. SKOTVÍS segist furða sig á tillögum Náttúrufræðistofnunar um það hversu margar rjúpur megi veiða í vetur. mbl.is/Golli

Skot­veiðifé­lag Íslands (SKOTVÍS) furðar sig á ákvörðunum Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands um það hversu marg­ar rjúp­ur megi veiða á kom­andi vetri. Í til­kynn­ingu frá SKOTVÍS kem­ur fram að veiðikvót­inn hafi verið minnkaður um 33% á ein­um sól­ar­hring, frá sam­ráðsfundi um veiðarn­ar og þar til að til­lög­um Nátt­úru­fræðistofn­un­ar var skilað til um­hverf­is- og auðlindaráðherra.

„Hvað breyt­ist á ein­um sól­ar­hring? Hvaða nýju gögn komu fram sem ekki voru kynnt á fund­in­um?” seg­ir í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu, sem seg­ir Nátt­úru­fræðistofn­un hafa brugðist trausti skot­veiðimanna með fram­komu sinni og að erfitt verði að vinna það traust upp aft­ur.

Rétt er að taka fram að í fyrra var ráðlagður rjúpna­veiðikvóti 57.000 fugl­ar, en er í ár 67.000 fugl­ar, svo um er að ræða fjölg­un um tíu þúsund fugla á milli ára.

Kynntu til­lög­ur upp á 89.000 fugla kvóta

Sam­ráðsfund­ur um rjúpna­veiðina fór fram 12. sept­em­ber síðastliðinn. Þar var farið yfir ástand rjúpna­stofns­ins og áhrif veiðistjórn­un­ar met­in. Í til­kynn­ingu SKOTVÍS seg­ir að þar hafi komið fram að veiðistofn rjúp­unn­ar mæld­ist um og yfir 900.000 fugla, sem sé með stærstu mæl­ing­um frá upp­hafi mæl­inga árið 1981. Á fund­in­um mun Nátt­úru­fræðistofn­un hafa kynnt að ráðlegg­ing­ar stofn­un­ar­inn­ar til ráðherra yrðu að veiðikvót­inn skyldi verða 89.000 fugl­ar.

„Í rök­stuðningi NÍ kom fram að ljóst væri eft­ir að sölu­bann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki leng­ur máli. Sókn­in væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóf­leg­ar veiðar. Góður sam­hljóm­ur var á fund­in­um og eng­in ágrein­ing­ur,“ seg­ir í til­kynn­ingu SKOTVÍS.

Mæltu með 67.000 fugla kvóta

Dag­inn eft­ir, 13. sept­em­ber, sendi Nátt­úru­fræðistofn­un svo til­lög­ur sína til Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar um­hverf­is- og auðlindaráðherra. Þá var skoðun Nátt­úru­fræðistofn­un­ar orðin sú að beita ætti varúðarreglu og að veiðiþol stofns­ins væri 67.000 fugl­ar.

„Dæg­ur­sveifla ráðgjaf­ar NÍ er því 22.000 fugl­ar eða um það bil 33%,“ seg­ir í til­kynn­ingu skot­veiðimanna, sem gagn­rýna einnig að þrátt fyr­ir að Nátt­úru­fræðistofn­un segi í grein­ar­gerð með ráðgjöf sinni að fjöldi veiðidaga hafi ekki áhrif á veiðar, sé ekki lögð til fjölg­un veiðidaga.

Fé­lagið tel­ur tals­vert rúm vera fyr­ir fjölg­un veiðidaga, en að það sætti sig við fjölg­un á 12 dög­um í 18 á þessu hausti. Í til­kynn­ing­unni er bent á að veiðidag­ar á rjúpu voru 68 fyr­ir árið 2003.

Segja NÍ geng­is­fella varúðarregl­una

SKOTVÍS seg­ir það vekja at­hygli að Nátt­úru­fræðistofn­un noti ekki gögn um viðkomu rjúpna­stofns­ins á Norðaust­ur­landi, eins og ætíð, held­ur breyti til og noti gögn um viðkomu á Suðvest­ur­landi til þess að reikna út veiðiþolið. SKOTVÍS seg­ir gagna­safnið á NA-landi bæði stærra og áreiðan­legra.

„Rök­stuðning­ur NÍ er að sök­um slæmr­ar tíðar á SV-landi í sum­ar sé rétt að beita varúðarreglu. Að mati SKOTVÍS er hér um henti­stefnu en ekki vís­inda­lega veiðistjórn­un að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðistofn rúpu hef­ur sjald­an verið stærri frá því að mark­viss­ar taln­ing­ar hóf­ust, get­ur ekki verið trú­verðugt. Er rétt­læt­an­legt að beita „varúðarreglu“ þegar stofn­inn er í há­marki og rjúpu fjölg­ar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að geng­is­fella varúðaregl­una með slíkri henti­stefnu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Til­lög­ur Nátt­úru­fræðistofn­un­ar um rjúpna­veiði 2018           

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert