Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

James Cox við eina af myndum Ragnars Axelssonar á sýningunni …
James Cox við eina af myndum Ragnars Axelssonar á sýningunni JÖKULL í Ásmundarsal við Freyjugötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvaða er­indi á millj­óna­mær­ing­ur frá Kali­forn­íu til Íslands í októ­ber? Og hvað hef­ur togað hann hingað á norður­hjara ver­ald­ar ít­rekað síðustu miss­eri, þar af þris­var í ár? James Cox nýt­ur þess að ganga og hjóla um nátt­úru Íslands, en það er ein­mitt hún sem fangað hef­ur hug hans og hjarta af slík­um krafti að hann vill leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar henni til vernd­ar.

Klædd­ur galla­bux­um, með flís­húfu á höfði, bak­poka á öxl­inni og mynda­vél hang­andi um háls­inn kem­ur hann hlaup­andi í rign­ing­unni og inn í Ásmund­ar­sal við Freyju­götu. Hann er frísk­leg­ur og frjáls­leg­ur í fasi, bros­ir ein­læg­lega og byrj­ar fljót­lega að lýsa aðdáun sinni á lista­verk­un­um sem hanga á veggj­um safns­ins; ljós­mynd­um eft­ir Ragn­ar Ax­els­son. Hann er kom­inn alla leið frá Kali­forn­íu til að fagna opn­un sýn­ing­ar­inn­ar Jök­uls og út­gáfu sam­nefndr­ar bók­ar eft­ir Ragn­ar, vin sinn Rax. „Ein­stakt,“ seg­ir hann um mynd­irn­ar af þess­um mögnuðu nátt­úru­fyr­ir­bær­um, ís­lensku jökl­un­um, sem Rax hef­ur myndað í ár­araðir og þekk­ir orðið bet­ur en flest­ir aðrir.

Þetta er þó ekki eini til­gang­ur Íslands­heim­sókn­ar banda­ríska gler­augna­sal­ans James Cox í þetta skiptið. Hann er hingað kom­inn með tíu vin­um sín­um til þess að fá hug­mynd­ir. Já, það kann að hljóma und­ar­lega að fólk ferðist yfir hálf­an hnött­inn til að fá hug­mynd­ir en þannig er það nú samt sem áður. Hug­mynd­irn­ar munu lúta að nátt­úru­vernd hér á landi, hvernig kynda megi und­ir stolt Íslend­inga af land­inu sínu og hvernig þeir geti svo smitað ferðamenn af því, öll­um til heilla.

James Cox (t.h.) ásamt Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Þeim hefur orðið …
James Cox (t.h.) ásamt Ragn­ari Ax­els­syni ljós­mynd­ara. Þeim hef­ur orðið vel til vina. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nátt­úru­vernd er sum sé ein helsta ástríða Cox. Og hug­mynd­irn­ar um hvernig hana megi efla og kynna koma á færi­bandi. „Já já, þær koma stöðugt, allt of marg­ar,“ seg­ir hann og kím­ir en fer svo þegar í stað að viðra nokkr­ar þeirra sem hann fékk við kom­una til Íslands fyr­ir nokkr­um dög­um: Hvað með að gera stutta teikni­mynd um tré sem vex í tugi, jafn­vel hundruð ára, verður miðpunkt­ur sam­fé­lags fugla og annarra dýra en er svo fellt og brennt á nokkr­um mín­út­um? Sýna kraft elds­ins, sem all­ir drag­ast að, sem er kannski til­kom­inn vegna allr­ar þess­ar­ar mögnuðu ævi­sögu trés­ins, sem er grund­vall­ar þátt­ur í til­veru manns­ins hér á jörð? Væri hægt að auka skiln­ings fólks á því hvað ger­ist við brennslu jarðefna­eldsneyt­is með þess­um hætti?

Glóð kem­ur í augu Cox er hann ræðir hug­mynd­ina sem er ein af ótelj­andi sem orðið hafa til í huga hans er kem­ur að nátt­úru­vernd.

James Cox er langt frá því að vera erkitýp­an af millj­óna­mær­ingi. Hann er þó slík­ur engu að síður. Hann er jarðbund­inn og flæk­ir ekki líf sitt að óþörfu. Sinn­ir fjölda góðgerðar­mála um all­an heim og ver frí­tíma sín­um til úti­vist­ar. Ver­ald­leg­an auð sinn á hann meðal ann­ars fyrr­ver­andi tengda­föður sín­um, leik­ar­an­um ást­sæla Paul Newm­an, að þakka. Newm­an gaf hon­um for­láta arm­bandsúr á sjö­unda ára­tugn­um sem síðar kom í ljós að var hundraða millj­óna virði. Hann seldi það á upp­boði á síðasta ári fyr­ir um tvo millj­arða ís­lenskra króna. Ævin­týra­leg sag­an af því hef­ur áður verið rak­in í Morg­un­blaðinu.

Og nú not­ar hann and­virðið til að styðja við verk­efni í nátt­úru­vernd sem og í ýms­um góðgerðar­mál­um, aðallega í gegn­um sjóð sem kennd­ur er við fyrr­ver­andi kær­ustu hans, Nell Newm­an, elstu dótt­ur Pauls.  

„Ég hef ein­fald­lega orðið ást­fang­inn af land­inu ykk­ar,“ seg­ir Cox þar sem hann sit­ur af­slappaður á skrif­stofu Ásmund­ar­sal­ar, boðinn og bú­inn að ræða um til­gang komu sinn­ar og leyfa öðrum að gægj­ast inn í líf sitt og hug­ar­heim. Allt í kring er verið að und­ir­búa ljós­mynda­sýn­ingu Rax í sýn­ing­ar­saln­um; bera þangað kassa af bók­inni Jök­ull sem hef­ur að geyma nær­mynd­ir af ísn­um sem við Íslend­ing­ar búum í næsta ná­grenni við, þessu formi vatns­ins sem hef­ur áhrif á veðurfarið og þar með allt okk­ar dag­lega líf, mót­ar landið okk­ar; ger­ir það að þeim undra­heimi sem það er. Kannski sér­stak­lega í aug­um út­lend­inga. Því rétti­lega seg­ir mál­tækið að gestsaugað sé glöggt. Og James Cox er einn af þeim sem fallið hef­ur kylliflatur yfir mætt­in­um og dýrðinni sem við heima­menn tök­um kannski oft sem sjálf­sögðum hlut.

Paul Newman með úrið fræga, Rolex-armbandsúr, sem hann síðar gaf …
Paul Newm­an með úrið fræga, Rol­ex-arm­bandsúr, sem hann síðar gaf þáver­andi tengda­syni sín­um, James Cox, árið 1969.

„Ég hef gengið og hjólað um há­lendið og kynnst hér al­veg frá­bæru fólki,“ seg­ir Cox. Áhugi hans á Íslandi hófst fyr­ir mörg­um árum þó að hann hafi fyrst komið hingað árið 2015. Áhug­inn kviknaði er hann lagði stund á nám í vist­fræði og öðrum grein­um um­hverf­is­fræðinn­ar. „Ég vissi að lofts­lagið hér í norðri væri eins og nokk­urs kon­ar veðuræð, það er svo viðkvæmt, í heild­ar­sam­heng­inu. Ég sá strax feg­urðina hér og þar sem ég hef komið að ýms­um um­hverf­is­verk­efn­um fannst mér landið frá­bær staður til að draga at­hygl­ina að af krafti.“

Nátt­úr­an heillaði hann strax. „Víðátt­an, eld­fjalla­lands­lagið og mjúki mos­inn,“ tel­ur hann upp og bros­ir. En það er einnig fólkið sem hann hef­ur kynnst hér sem hef­ur snert við hon­um sem og menn­ing­in sem hon­um virðist mun yf­ir­vegaðri en í Banda­ríkj­um nú­tím­ans. „Hér upp­lifi ég frelsi og hrein­leiki nátt­úr­unn­ar [...] ég drekk úr lækj­um sem ég myndi ekki gera í öðrum heims­hlut­um. Fyr­ir ykk­ur er þetta ekk­ert nýtt en fyr­ir mig sem um­hverf­is­vernd­arsinna þá finnst mér hér vera tæki­færi fyr­ir mig til að taka þátt á því sviði.“

Cox seg­ir að Ísland hafi verið fal­legra en hann átti von á en að sér hafi orðið hugsað til fal­legra staða í Banda­ríkj­un­um sem hafa orðið fyr­ir mikl­um átroðningi fólks. Hann seg­ir net þjóðgarða þar í landi hafa reynst vel en að vá standi nú fyr­ir dyr­um vegna um­bylt­ing­ar í hinu póli­tíska lands­lagi. Hann seg­ist telja að meira mætti gera hér á landi til að stýra straumi áhuga­samra ferðamanna svo ákveðin svæði verði ekki fyr­ir of mikl­um ágangi og meðfylgj­andi skemmd­um og jafn­vel eyðilegg­ingu. „Ég vil alls ekki hljóma yf­ir­læt­is­leg­ur en ég held að það megi kannski nýta hér þau verk­færi og aðferðir sem notuð hafa verið í Banda­ríkj­un­um til nátt­úru­vernd­ar. Ég er hins veg­ar eng­inn sér­fræðing­ur og ætla ekki að segja Íslend­ing­um hvernig þeir eigi að gera hlut­ina.“ Hann vilji hins veg­ar gjarn­an benda á lausn­ir og leiðir til að skoða.

Nell Newm­an-sjóður­inn styrk­ir góðgerðarstarf og verk­efni í nátt­úru­vernd víða um heim. Cox er gjald­keri sjóðsins og seg­ist hafa lært það að ekki sé far­sælt að koma inn í sam­fé­lög og segja fólki fyr­ir verk­um. Heiðarlegt sam­tal og sam­vinna sé hins veg­ar ábata­söm og skili mestu. „Hér eru flest­ir vel­menntaðir og upp­lýst­ir. Kannski er mitt hlut­verk það að varpa ör­litlu ljósi á hvað það er sem þið eigið og aðstoða ykk­ur við að sjá til fulln­ustu hversu dýr­mætt það er og hver tæki­fær­in eru. Og kannski að ýta und­ir sjálfs­traust ykk­ar í því að opna hug­ann fyr­ir fleiri val­kost­um. Ég vona að ég hljómi ekki hroka­full­ur, það er ekki ætl­un mín,“ seg­ir Cox með áherslu.

James Cox ásamt Kjartani Long á hálendi Íslands.
James Cox ásamt Kjart­ani Long á há­lendi Íslands.

Í heima­land­inu Banda­ríkj­un­um tek­ur Nell Newm­an-sjóður­inn þátt í mörg­um verk­efn­um á sviði nátt­úru­vernd­ar. „Við styrkj­um verk­efni sem þurfa smá inn­spýt­ingu, fjár­magn eða markaðsaðstoð, til að verða að veru­leika.“ Mörg þess­ara verk­efna snú­ast um líf­ræn­an land­búnað og mat­væla­ör­yggi. Hann seg­ir um­fang styrkja stofn­un­ar­inn­ar ekki stórt í sniðum miðað við ýms­ar aðrar á þess­um vett­vangi. En sjá megi ár­ang­ur af starf­inu.

Og nú vill hann finna áhuga­verð verk­efni á sviði nátt­úru­vernd­ar til að styrkja á Íslandi. Hann hef­ur aflað sér ým­issa upp­lýs­inga en seg­ist enn eiga eft­ir að rann­saka málið bet­ur og velja sam­starfsaðila.

Cox legg­ur mikla áherslu á mik­il­vægi þess að all­ir þeir sem að mál­um er snerta um­hverfið koma ræði sam­an, geti rætt sam­an, í stað þess að fara í skot­graf­irn­ar og út í öfgaaðgerðir sem stund­um hafi verið gert í tengsl­um við slík mál í Banda­ríkj­un­um. Þá sé mik­il­vægt að vanda vel til verka í skipu­lagi fram­kvæmda sem hafi áhrif á um­hverfið til langs tíma. Gæta þess að allt sé uppi á borðum og að áhrif­in séu ekki van­met­in eins og raun­in hef­ur t.d. orðið í viss­um til­vik­um vest­an­hafs. Ef farið er í upp­lýsta umræðu um til dæm­is hvernig fólk sjái framtíð Íslands fyr­ir sér, verði það til góðs.

Hann nefn­ir umræðuna um ágang ferðamanna en bend­ir á að hin mikla ferðamennska sé kannski verk­efni frek­ar en vanda­mál. „Þetta skap­ar tekj­ur, þetta skap­ar góð störf og vissu­lega skap­ar þetta álag á auðlind­irn­ar,“ seg­ir Cox en að með góðum verk­fær­um megi stýra um­ferðinni, m.a. með því að kveikja áhuga ferðamanna á öðrum og fá­farn­ari lands­svæðum.

 Í Banda­ríkj­un­um hafa að und­an­förnu verið tekn­ar ákv­arðanir og farið fram orðræða sem ekki hef­ur styrkt um­hverf­is­vernd, frek­ar hafa tenn­urn­ar verið dregn­ar úr stofn­un­um sem sinna um­hverf­is­mál­um ef eitt­hvað er. Cox lík­ir ástand­inu í póli­tík­inni við leik­völl og seg­ir að áhrif­in hrísl­ist inn í marga kima sam­fé­lags­ins. Hægt verði að vinda ofan af aðgerðum ríkj­andi vald­hafa í um­hverf­is­mál­um síðar meir. Þó að áhyggj­ur megi hafa af þeirri aft­ur­för sem orðið hafi á ýms­um sviðum finni hann þó fyr­ir vax­andi and­stöðu við ráðandi öfl og já­kvæðri sveiflu í viðhorf­um margra. „Sumt á ef­laust eft­ir að versna áður en það fer að batna á ný,“ seg­ir hann. Það er hans til­finn­ing að marg­ir Banda­ríkja­menn ein­fald­lega bíði eft­ir því að valdatíð Don­alds Trump ljúki. „Hann fer einn góðan veður­dag og þá þarf að hreinsa til.“

Cox seg­ir ástandið sýna þörf­ina fyr­ir upp­byggi­leg­ar umræður meira en nokkru sinni. Fólk ætti að forðast skot­graf­irn­ar sem aldrei fyrr. Hann tek­ur lofts­lags­breyt­ing­ar sem dæmi. „Við þurf­um að sætta okk­ur við að þær eru af manna­völd­um, þannig er það bara, en við verðum að bregðast hratt við til að bæta fyr­ir það.“

Áður var hann upp­tek­inn af því að koma hinum fáu efa­semda­mönn­um sem eft­ir eru í skiln­ing um þetta en að nú telji hann aðrar leið væn­legri til að ná til þeirra. „Ég er markaðsmaður. Við gæt­um nálg­ast [efa­semd­ar­menn] út frá hagnaðarsjón­ar­miðum, því það er verið að fara í um­hverf­i­s­vænni átt á ýms­um sviðum og þar er pen­inga að finna.“

Nell Newman, dóttir Pauls Newman, og James Cox. Þau sitja …
Nell Newm­an, dótt­ir Pauls Newm­an, og James Cox. Þau sitja bæði í stjórn Nell Newm­an-stofn­un­ar­inn­ar sem styður við verk­efni í nátt­úru­vernd.

Þá seg­ir hann að þó að raf­bíl­ar, svo dæmi sé tekið, séu áþreif­an­leg­ur þátt­ur í þeirri umbreyt­ingu sem þegar er far­in að eiga sér stað, sé ým­is­legt annað sem komi til og í geti leynst tæki­færi. Þannig hafi því t.d. verið haldið fram að mennt­un kvenna skipti sköp­um í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Menntaðri kon­ur eign­ist færri börn og síðar á lífs­leiðinni. Færri börn bæti af­komu fjöl­skyldna. Það hafi svo bein áhrif á los­un gróður­húsaloft­teg­unda, sér­stak­lega í lönd­um þar sem fólks­fjölg­un er gríðarleg í dag.  

Cox seg­ir að ekki séu endi­lega all­ir sam­mála um að á þetta skuli að leggja áherslu þegar komi að lofts­lags­mál­um en að allt þetta þurfi að ræða og þá ekki með upp­hróp­un­um.

Breyt­ing­ar á lofts­lagi eru að mati Cox mesta ógn­in sem steðjar að nátt­úru og dýra­lífi jarðar. Allt bendi til þess að áhrif­in séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. „En hvernig för­um við að því að skilja þetta, ná utan um þetta risa­vaxna vanda­mál? Ég hef ekki svarið við því en ég veit að þess verður að leita með sam­vinnu og skiln­ingi. Og mér finnst að tæki­fær­in til að hjálpa séu fyr­ir hendi hér á Íslandi. Sér­stak­lega hvað varðar ferðamennsk­una. Hér eru svo ótelj­andi tæki­færi til að upp­lifa eitt­hvað ein­stakt, hér finn­ur maður til létt­is og get­ur tengst nátt­úr­unni aft­ur. Ég er ekki hingað kom­inn með öll svör­in sem ein­hver sér­fræðing­ur. En hér finn ég að fólk er á sömu bylgju­lengd.“

En hvað á hann ná­kvæm­lega við, hvernig sér hann sína aðkomu að mál­um hér á landi?

„Margt hef­ur tek­ist vel til í Banda­ríkj­un­um og ég hef borið ýms­ar þær lausn­ir und­ir fólk hér og fengið góðar und­ir­tekn­ir. Ég er viðskipta- og markaðsmaður og það fyrsta sem kem­ur upp í hug­ann eru þess­ir tug­ir fossa á Vest­fjörðum.“

Og þar kom­um við að Ófeigs­fjarðar­heiði á norðan­verðum Vest­fjörðum og kynn­um Cox af Tóm­asi Guðbjarts­syni hjartask­urðlækni sem hef­ur sem kunn­ugt er háð mikla bar­áttu fyr­ir vernd­un þeirra og hef­ur kynnt svæðið, sem var nær óþekkt áður, fyr­ir lands­mönn­um.

Cox hef­ur hug á því að leggja mál­efn­inu lið með ein­hverj­um hætti og þar vill hann nýta þekk­ingu sína á kynn­ing­ar­mál­um. Hann viðrar eina hug­mynd sína að kynn­ingu á foss­un­um þrjá­tíu við blaðamann. Seg­ir hana ekki út­hugsaða enn sem komið sé, enda hafi hún aðeins kviknað fáum klukku­stund­um áður. Hún miðar að hans sögn að því að upp­lýsa lands­menn um þau verðmæti sem fel­ast í stór­feng­legri nátt­úr­unni og að fylla þá stolti yfir fá­gæti henn­ar og sér­stöðu. Og einnig að tengja þetta við íbúa Vest­fjarða, fólkið sem þar þekk­ir best til. „Íslend­ing­ar eiga all­ir ræt­ur á ein­hverj­um stöðum, tengj­ast þeim sterk­um bönd­um, slíkt er ekki að finna alls staðar í heim­in­um. Og markaðsmaður­inn í mér hugs­ar; hvað ef ég get hjálpað fólki að sam­ein­ast um eitt­hvað, varpað ljósi á feg­urðina sem það tek­ur kannski sem sjálf­sögðum hlut og til að fylla það sjálfs­trausti til að ákveða að varðveita svæði eins og það er?“

Cox seg­ist hafa fjöld­ann all­an af öðrum hug­mynd­um hvað þetta varðar sem hann eigi eft­ir að skoða bet­ur og út­færa. Í þeim til­gangi hafi hann fengið tíu vini sína með sér til Íslands í þetta skiptið. Í hópn­um er m.a. hag­fræðing­ur og jarðfræðing­ar frá Banda­ríkj­un­um sem hafi all­ir sérþekk­ingu hver á sínu sviði. Til­gang­ur­inn er svo meðal ann­ars að finna inn­lenda sam­starfsaðila í nátt­úru­vernd. „Þetta er svo svona rann­sókn­ar­ferð,“ seg­ir hann.

Við Hvalá í Árneshreppi. James Cox hefur hug á að …
Við Hvalá í Árnes­hreppi. James Cox hef­ur hug á að styðja við verk­efni er tengj­ast nátt­úru­vernd á Vest­fjörðum. mbl.is/​RAX

Vinnu­brögðin eru sam­bæri­leg við það þegar hann hef­ur leitað sam­starfsaðila í Banda­ríkj­un­um. Aflað sé gagna, marg­ir kost­ir metn­ir og svo sá rétti fund­inn. Þá sé einnig ætl­un­in að tengja verk­efn­in við banda­rísk fyr­ir­tæki sem leggi áherslu á um­hverfis­vit­und og vernd.

Hann tel­ur að lík­lega verði sjón­um beint að verk­efn­um á Vest­fjörðum. Þar komi ým­is­legt til. Á svæðinu leyn­ist tæki­færi til ferðamennsku og úti­vist­ar sem ekki séu á allra vitorði. „Við gæt­um hvatt fólk til að fara þangað í stað þess að fara á dæmi­gerðari ferðamannastaði,“  seg­ir Cox. Ein hug­mynd­in sé að efna til ut­an­vega­hlaups á svæðinu og fá inn­lenda og er­lenda aðila til sam­starf til þess. Tengslanet Cox er víðfeðmt og ligg­ur um all­ar jarðir og hann virðist láta fátt stoppa sig við að láta hug­mynd­ir verða að veru­leika sem öðrum kynni að þykja ill­fram­kvæm­an­leg­ar.  Það lifn­ar því yfir hon­um er hann fer að tína til það sem hann hef­ur látið sér detta í hug. Grunn­hug­mynd­in er þessi: „Að láta alla vita, með sam­starfi við fyr­ir­tæki og með fjár­stuðningi, að þetta sé ein­stak­ur staður. Fólk fer þá von­andi að heim­sækja hann og get­ur gert upp við sig hver því finnst framtíð hans eiga að vera.“

Að mati Cox er nátt­úru­vernd nær­andi. „Það er þetta sem úrið gerði fyr­ir mig,“ seg­ir hann. „Ég hef stund­um sagt að ég hafi aldrei átt úrið, ég var aðeins gæslumaður þess. Það hafði mik­inn mátt og nú ber ég mikla ábyrgð við að láta gott af öllu þessu leiða. Ég hef aldrei unnið meira. Til þess að hafa áhrif verður maður að hella sér út í hlut­ina. Og hingað er ég kom­inn til að kynn­ast fólki og afla upp­lýs­inga. Og ég held að Vest­f­irðirn­ir séu svo ein­stakt svæði því það er af­skekkt og fáir leggja leið sína þangað. Það rím­ar því vel við hug­mynd­ir mín­ar. Þetta er svæði sem við eig­um að virða og ætt­um sem flest að heim­sækja.“

Cox bend­ir á að aðrar leiðir séu nú oft farn­ar í um­hverf­is­vernd­ar­mál­um en áður. Lögð sé meiri áhersla á efna­hags­leg­an ávinn­ing nátt­úru­vernd­ar. Mik­il­vægt sé að blekk­ing­um sé ekki beitt og að at­hafn­ir mann­anna séu gerðar í sem mestri sátt við sam­fé­lag og um­hverfi. Hann nefn­ir sem dæmi starf­semi sam­tak­anna Eco Trust sem Nell Newm­an-sjóður­inn styrk­ir. Þar sé unnið með t.d.  sjó­mönn­um að vist­vænni veiðum. Geti þeir ekki fengið lán hjá bönk­um til að end­ur­nýja veiðarfæri sín komi sam­tök­in til skjal­anna og veiti þeim lán. Þegar ekki hafi tek­ist að fá skóg­ar­höggs­fyr­ir­tæki til að breyta aðferðum sín­um til að vernda ár og líf­ríki þeirra hafi slík fyr­ir­tæki verið keypt upp. Þau eru hins veg­ar ekki lögð niður held­ur vinnsl­unni ein­fald­lega breytt til að ná mark­miðum um nátt­úru­vernd. Þannig er stutt við sam­fé­lög­in á svæðunum og þau gerð sjálf­bær­ari.

James Cox telur Vestfirði einstakt svæði og þar séu tækifæri …
James Cox tel­ur Vest­f­irði ein­stakt svæði og þar séu tæki­færi í ferðaþjón­ustu og úti­vist mörg. Hér sjást vötn á Ófeigs­fjarðar­heiði. mbl.is/​Golli

„Íslend­ing­ar mega ef til vill efla sjálfs­traust sitt. Í stað þess að segja [í umkvört­un­ar­tóni] að þeir búi á eyju sem er köld og snjóþung þá ættu þeir að segja með stolti að þeir búi á eyju sem er köld og snjóþung. Og að þeir ætli að grípa tæki­fær­in sem fel­ast í ferðamennsk­unni og ein­beita sér bet­ur að því að skipu­leggja hana. Til dæm­is með því að fá fleiri til að heim­sækja Vest­f­irði og hafa þannig hagræn áhrif þar. Ganga úr skugga um að veg­irn­ir séu ör­ugg­ir og að upp­bygg­ing verði fyr­ir hendi. Það mun að mínu viti hafa meiri efna­hags­leg áhrif en bygg­ing virkj­ana og iðnaðar, sem við þurf­um engu að síður. En hug­um að því hvar slíku er komið fyr­ir, hver þörf­in er og í hvað raf­magnið er notað. Um þetta veit ég ekki nóg í dag og þess vegna kom ég með kláru vini mína með mér,“ seg­ir hann hlæj­andi. „Ég hef ekki öll svör­in en ég er góður í því að finna fólk sem get­ur lagt sitt­hvað til mál­anna og að tengja það sam­an. Mér finnst þetta spenn­andi hug­mynd­ir svo við skul­um endi­lega láta á þær reyna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert