330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna framkvæmda við Írarbakka 2-16 reyndist vera 728 …
Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna framkvæmda við Írarbakka 2-16 reyndist vera 728 milljónir kr. Ljósmynd/Aðsend

Ráðist verður í gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur á starf­semi og innra eft­ir­liti Fé­lags­bú­staða í kjöl­far út­tekt­ar sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á 53 íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem stjórn Fé­lags­bú­staða sendi frá sér.

Það var í  maí 2016 að stjórn og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða óskuðu eft­ir því við innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar að hún gerði út­tekt á viðhalds­verk­efni fé­lags­ins við Írabakka 2-16 á ár­un­um 2012 -2016. Fyr­ir lá að ýms­ar brota­lam­ir höfðu verið á fram­kvæmd og skipu­lagi verk­efn­is­ins. 

Skýrsla innri end­ur­skoðunar var svo ný­lega kynnt fyr­ir stjórn­inni og komu þar fram „al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við stjórn­hætti í tengsl­um við um­rætt verk­efni“. Í kjöl­farið hafi fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­bú­staða ákveðið að segja starfi sínu lausu, „þrátt fyr­ir að und­an­far­in ár hafi stjórn fé­lag­ins átt í góðu sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra um margþætt­ar úr­bæt­ur á rekstri fé­lags­ins“. Með þessu sé von­ast til að „sátt skap­ist um rekst­ur fé­lags­ins og svig­rúm til frek­ari end­ur­bóta.“ 

Í út­tekt­inni kom fram að á því fjög­urra ára tíma­bili sem hún tók til samþykkti stjórn fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr.  Árið 2012 var farið af stað með viðhalds­verk­efni upp á 44 millj­ón­ir kr. til að skipta út glugg­um, ofn­um og tré­verki á Írabakka 2-16. Fljót­lega kom hins veg­ar í ljós að viðhaldsþörf­in var mun meiri og því samþykkti stjórn­in fram­kvæmd­ir fyr­ir 398 m.kr næstu fjög­ur árin.  

Heild­ar­kostnaður Fé­lags­bú­staða vegna fram­kvæmd­anna reynd­ist hins veg­ar að lok­um 728 millj­ón­ir kr. sem er 330 millj­ón kr. um­fram þær heim­ild­ir sem stjórn­in veitti og fel­ur í sér 83% framúr­keyrslu.

Sigrún Árna­dótt­ir ráðin starf­andi fram­kvæmda­stjóri

Í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar seg­ir að út­tekt­in hafi leitt í ljós að skerpa þurfi á verk­ferl­um. Innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur hafi sett fram marg­vís­leg­ar ábend­ing­ar um hvernig bæta megi innra eft­ir­lit Fé­lags­bú­staða. Telji stjórn­in þær ábend­ing­ar gagn­leg­ar og að vinna beri að úr­bót­um í sam­ræmi við þær. 

Meðal ábend­ing­anna er að  sækja beri form­lega um viðbótar­fjár­heim­ild­ir til stjórn­ar áður en stofnað er til út­gjalda þegar mik­il frá­vik frá samþykkt­um áætl­un­um séu fyr­ir­séð. Þá beri Fé­lags­bú­stöðum að hlíta lög­um um op­in­ber inn­kaup og koma á inn­kaupa­ferli sem m.a. feli í sér að útboð fari fram þegar kostnaðaráætl­un fer yfir viðmiðun­ar­fjár­hæðir.

Hef­ur Sigrún Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Sand­gerði og áður fram­kvæmda­stjóri Rauða kross Íslands, verið ráðin sem starf­andi fram­kvæmda­stjóri þar til nýr fram­kvæmda­stjóri verður ráðinn í kjöl­far aug­lýs­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert