Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á …
Eiríkur Jónsson, prófessor og formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. mbl.is/Eggert

Af­nema á refs­ing­ar vegna ærumeiðinga og fella út ómerk­ingu um­mæla sem úrræði vegna ærumeiðinga sam­kvæmt til­lög­um nefnd­ar um um­bæt­ur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is. Nefnd­in kynnti í dag til­lög­ur sín­ar, en í heild­ina er um að ræða fimm frum­vörp auk und­ir­bún­ings­skjals vegna laga­setn­ing­ar um áform um laga­setn­ingu um vernd upp­ljóstr­ara.

Sam­kvæmt til­lög­un­um verður auk þess nú­ver­andi heim­ild til þess að dæma fjár­hæð til að stand­ast kostnað af birt­ingu dóms af­num­in. Í stað ærumeiðing­ar­á­kvæða hegn­ing­ar­laga er lagt til að sett verði ný stofn­lög þar sem mælt er fyr­ir um einka­rétt­ar­leg úrræði til að bregðast við ærumeiðing­um.

Gert er ráð fyr­ir tvenns kon­ar úrræðum, miska­bót­um og bót­um fyr­ir fjár­tjón. Við beit­ingu þeirra skuli höfð hliðsjón af sök, efni tján­ing­ar og aðstæðum að öðru leyti. Þá inni­held­ur frum­varpið ábyrgðarleys­is­ástæður, sem leysa und­an ábyrgð í til­tekn­um til­vik­um, en ákvæðum frum­varps­ins er ætlað að ná utan um helstu sjón­ar­mið sem lögð hafa verið til grund­vall­ar í dóma­fram­kvæmd mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og stuðla að því að réttar­fram­kvæmd verði til sam­ræm­is við þau sjón­ar­mið.

Auk þess felst m.a. í frum­varp­inu að hin sér­staka æru­vernd sem op­in­ber­ir starfs­menn hafa notið verði felld úr gildi, sem og hin sér­staka æru­vernd sem er­lend ríki, fáni þeirra, þjóðhöfðingi o.fl. hafa notið.

Þá legg­ur nefnd­in einnig til breyt­ingu á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um um þreng­ingu ákvæðis um hat­ursorðræðu, breyt­ingu á stjórn­sýslu­lög­um varðandi tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu op­in­berra starfs­manna, breyt­ingu á lög­um um ra­f­ræn viðskipti sem tak­marka ábyrgð hýs­ing­araðila og svo að lok­um breyt­ingu á lög­um um fjar­skipti sem tek­ur til þess að skyldu­bund­in gagna­geymd fjar­skipta­fyr­ir­tækja verði af­num­in og að aðgengi lög­reglu og ákæru­valds að gögn­um fjar­skipta­fyr­ir­tækja verði hert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert