Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna.
Ráðist var á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Shooters með þeim afleiðingum að annar þeirra hlaut alvarleg meiðsli. Lögreglan handtók fjóra vegna málsins. Einum var sleppt eftir nokkurra daga varðhald og hinum tveimur um viku seinna.
Lýst var eftir tveimur mönnum til viðbótar við rannsókn málsins, en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim. Að öðru leyti er rannsókn málsins langt komin og verður málið sent héraðssaksóknara innan skamms.