Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin

Víkurkirkjugarður,
Víkurkirkjugarður,

Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Íslands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila.

Í bréfinu kemur einnig fram að umrætt svæði teljist nú þegar til friðaðra fornminja sökum aldurs. Hins vegar hafi aldursfriðun ekki verið virt með fullnægjandi hætti að mati Minjastofnunar og því telji stofnunin nauðsynlegt að efla vernd fornminjanna með friðlýsingu.

Í drögum að friðlýsingarskilmálum sem fylgdu bréfinu er undanfari ákvörðunar um friðlýsingu rakin og þar segir: „Minjastofnun fundaði með skipulagsyfirvöldum og hagsmunaaðilum og var í öðrum samskiptum við þá í tengslum við aldursfriðaðar fornminjar í Víkurgarði. Að mati Minjastofnunar leiddu þau samskipti ekki til viðunandi aðgerða eða ráðstafana til að vernda mögulegar fornminjar í Víkurgarði. Því þykir rétt að auka vernd fornminja í Víkurgarði með sérstakri friðlýsingu á grundvelli minjalaga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka