Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman.
Unnið er að því að flytja þrjá á spítala til aðhlynningar. Meiðsli tveggja eru minni háttar en sá þriðji er ívið meira slasaður. Einn dælubíll og þrír sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við töfum á umferð á meðan vinna stendur yfir á vettvangi.
Uppfært klukkan 13:54:
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru báðar bifreiðarnar fjarlægðar með kranabifreið. Búið er að opna fyrir umferð um svæðið.