Munu mótmæla NATO-æfingum

Mynd frá 2002 af þremur herskipum í ytri Reykjavíkurhöfn.
Mynd frá 2002 af þremur herskipum í ytri Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

„Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það athugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið heræfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni.“

Þetta segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og hernaðarandstæðingur. Samtök hernaðarandstæðinga ætla að boða til mótmæla vegna varnaræfinga Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem fara fram hér á landi í vikunni.

Von er á níu herskipum hingað til lands með alls sex þúsund sjóliða. Á miðvikudag fer fram æfing í Sandvík á Suðurnesjum þar sem 400 manna bandarískt landgöngulið æfir lendingu en um 120 landgönguliðar verða fluttir með þyrlum á öryggissvæðið þar sem æfð verða viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Dagana 19. og 20. október verða vetraræfingar í Þjórsárdal með 400 landgönguliðum hvorn dag. Þetta er liður í stærstu varnaræfingu bandalagsins frá 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert