Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar.
Fyrir helgina fór Þorsteinn út í Hrísey við þriðja mann til að athuga með mófugla: auðnutittlinga, músarrindla og glókolla. Strengd voru net og fuglarnir lokkaðir í þau með hljóðum; þeir mældir og merktir en svo sleppt aftur að upplýsingum fengnum.
„Aðeins örfá ár eru síðan glókollur sást fyrst í eynni en stofninn hefur mjög verið að styrkjast. En það má ekkert út af bera; glókolllurinn er minnsti fugl Evrópu, er ekki nema 5-7 grömm og komi til dæmis mikil hret á veturna verða mikil afföll,“ segir Þorsteinn. Bætir við að í Hrísey séu uppvaxtarskilyrði fugla himinsins býsna góð.
Sjá samtal við Þorstein um fuglalífið í Hrísey í heild í Morgunblaðinu í dag.