Opnað inn á heiðina

Brúin stendur hátt í Norðlingafljóti. Yfir gnæfir Eiríksjökull með sínum …
Brúin stendur hátt í Norðlingafljóti. Yfir gnæfir Eiríksjökull með sínum hvíta kolli sem nú er hulinn skýjum

Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði.

Brúin er einbreið bílabrú, um 27 metra löng. Byggð úr stálbitum á steyptum landstöplum og með timburgólfi. Reiknað er með að smíði brúar og lagningu vegar að henni ljúki um mánaðamót, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmd eþssa í Morgunblaðinu í dag.

Töluverð ferðaþjónusta er á Arnarvatnsheiði, einkum í sambandi við veiðar í vötnunum. Greið leið er upp úr Miðfirði og með brúnni yfir Norðlingafljót verður opnuð ný leið á milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka