Þúsund eru án lífeyris

Tryggingastofnun ráðgerir að flytja 15. desember í Hlíðasmára 11 í …
Tryggingastofnun ráðgerir að flytja 15. desember í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. mbl/Arnþór Birkisson

Nú eru 19.162 ein­stak­ling­ar með 75% ör­orkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á ör­orku­líf­eyri. Hef­ur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukn­ing. Hins veg­ar fá aðeins 18.009 ein­stak­ling­ar líf­eyri og hluti hóps­ins fær skert­an líf­eyri vegna annarra tekna.

Því eru rúm­lega 1.000 ör­yrkj­ar í land­inu sem ekki þiggja líf­eyri. Kem­ur þetta fram í talna­gögn­um frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins.

Ekki hef­ur verið greint hvað ligg­ur að baki því að fólk sæk­ir um og fær metna ör­orku upp á 75% án þess að eiga rétt á líf­eyri. Þó ligg­ur fyr­ir að ýms­ir hvat­ar kunna að vera fyr­ir því. Öryrkj­ar geta í ein­hverj­um til­vik­um fengið greiðslur sem tengj­ast börn­um og fríðindi ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Eitt er að Trygg­inga­stofn­un veit­ir nú fólki sem metið er ör­yrkj­ar aft­ur­virk­ar greiðslur í tvö ár, eft­ir að umboðsmaður Alþing­is birti álit þess efn­is, og það get­ur þýtt að viðkom­andi fær veru­leg­ar greiðslur í upp­hafi.

Fjölg­un hef­ur orðið á ný­gengi ör­orku, eins og fram hef­ur komið í blaðinu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Trygg­inga­stofn­un­ar eru stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar og geðrask­an­ir al­geng­ustu ástæður 75% ör­orku. Á síðasta ári voru geðrask­an­ir ástæðan fyr­ir ör­orkumati 495 ein­stak­linga og stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar í 389 til­fella en 734 til­felli voru af öðrum ástæðum.

Þurfa fleiri úrræði

Sig­ríður Lillý Bald­urs­dótt­ir, for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar, seg­ir að stofn­un­in reyni að beina ung­um um­sækj­end­um um ör­orku­líf­eyri í end­ur­hæf­ingu og á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Það sé ekki alltaf hægt. Nefn­ir hún að alltaf komi dáltítið af um­sókn­um frá ungu fólki um ör­orkumat þar sem lækn­ar skrifi upp á ör­orku og end­ur­hæf­ing­araðilar staðfesti að end­ur­hæf­ing sé full­reynd. Í þeim til­vik­um hafi Trygg­inga­stofn­un fá úrræði. „Við erum ekki sátt við það. Geðfötluðum fjölg­ar mikið. Þar þurf­um við að finna fleiri úrræði. Ein­hver úrræði eru til en okk­ur hef­ur ekki tek­ist að tengja þau þannig að þau nýt­ist ein­stak­ling­um vel. Það eru ákveðin von­brigði,“ seg­ir Sig­ríður Lillý. Tek­ur hún fram að unnið sé að því að vel­ferðarráðuneyt­inu að gera stofn­un­inni kleift að grípa til slíkra úrræða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert