Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

Verk Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20.
Verk Sigurjóns Ólafssonar á vegg hússins í Síðumúla 20. mbl.is/Guðmundur Ingólfsson

Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, tel­ur ekki við hæfi að hún tjái sig efn­is­lega um af­drif lág­mynd­ar Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar á hús­inu við Síðumúla 20. Vís­ar ráðherra á höf­und­ar­rétt­ar­nefnd og tel­ur að það sé dóm­stóla að skera úr um hvort sæmd­ar­rétt­ur hafi verið brot­inn.

Morg­un­blaðið greindi frá því á dög­un­um að verk Sig­ur­jóns væri nú falið bak við klæðningu á hús­inu auk þess sem gluggi hefði verið sett­ur í gegn­um verkið. Rétt­höf­um höf­und­ar­rétt­ar var ekki gert viðvart að til stæði að eyðileggja verkið svo hægt væri að skrá það, taka af því mót eða grípa til annarra ráðstaf­ana. Ekkja Sig­ur­jóns, Birgitta Spur, sagði þenn­an verknað „óaft­ur­kræfa eyðilegg­ingu“. Húsið er í eigu Eik­ar fast­eigna­fé­lags.

Morg­un­blaðið sendi Lilju ít­ar­lega fyr­ir­spurn um málið. Var Lilja meðal ann­ars spurð hvort hún teldi að sæmd­ar­rétt­ur hefði verið brot­inn þegar verkið var eyðilagt, hvort hún myndi beita sér í mál­inu og hvort hún teldi rétt að láta kort­leggja útil­ista­verk svo þessi saga end­ur­tæki sig ekki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert