Ríkið móti stefnu svo fleiri öryrkjar geti unnið

Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

„Ég er sam­mála Sig­ríði Lillý um að það þarf úrræði fyr­ir þessa ungu um­sækj­end­ur um ör­orku­líf­eyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þess­ar smán­ar­legu greiðslur,“ seg­ir Þuríður Harpa Sig­urðardótt­ir, formaður Öryrkja­banda­lags Íslands.

Í Morg­un­blaðinu í gær var greint frá því að nú væru 19.162 ein­stak­ling­ar með 75% ör­orkumat og ættu því rétt á ör­orku­líf­eyri. Þeim hef­ur fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukn­ing. Í talna­gögn­um frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins kem­ur fram að hins veg­ar fái aðeins 18.009 ein­stak­ling­ar líf­eyri og hluti hóps­ins, rúm­lega eitt þúsund ör­yrkj­ar, fær skert­an líf­eyri vegna annarra tekna.

Þuríður seg­ir að þess­ir rúm­lega eitt þúsund ein­stak­ling­ar séu svo heppn­ir að geta unnið, þrátt fyr­ir ör­ork­una. „Kerfið býður ekki upp á það, það er ekki mikið um hluta­störf og allra síst hjá rík­inu. Þetta eru þeir sem at­vinnu­lífið hef­ur tekið inn og hafa verið starf­hæf­ir. En það er ekki öll­um gefið og oft er þetta af því maður þekk­ir mann og hlut­irn­ir eru látn­ir ganga. Það er ekki eins og hið op­in­bera sé með ákveðna stefnu um að ákveðið mörg störf séu hluta­störf. Og ríkið er reynd­ar sér­stak­lega slæmt, þar vilja þeir bara fá hundrað pró­sent starfs­fólk.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert