Ríkið móti stefnu svo fleiri öryrkjar geti unnið

Þuríður Harpa Sigurðardóttir.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir.

„Ég er sammála Sigríði Lillý um að það þarf úrræði fyrir þessa ungu umsækjendur um örorkulífeyri. En það á ekki að vera á kostnað þeirra sem eldri eru og þurfa að þiggja þessar smánarlegu greiðslur,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að nú væru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og ættu því rétt á örorkulífeyri. Þeim hefur fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Í talnagögnum frá Tryggingastofnun ríkisins kemur fram að hins vegar fái aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins, rúmlega eitt þúsund öryrkjar, fær skertan lífeyri vegna annarra tekna.

Þuríður segir að þessir rúmlega eitt þúsund einstaklingar séu svo heppnir að geta unnið, þrátt fyrir örorkuna. „Kerfið býður ekki upp á það, það er ekki mikið um hlutastörf og allra síst hjá ríkinu. Þetta eru þeir sem atvinnulífið hefur tekið inn og hafa verið starfhæfir. En það er ekki öllum gefið og oft er þetta af því maður þekkir mann og hlutirnir eru látnir ganga. Það er ekki eins og hið opinbera sé með ákveðna stefnu um að ákveðið mörg störf séu hlutastörf. Og ríkið er reyndar sérstaklega slæmt, þar vilja þeir bara fá hundrað prósent starfsfólk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka