Óvissa um aðild og stjórnarkjöri frestað

Valmundur Valmundsson.
Valmundur Valmundsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki var kosið til nýrrar forystu Sjómannasambands Íslands á þingi sambandsins í síðustu viku.

Vegna óvissu um mögulega úrsögn þriggja stórra félaga sjómanna var ákveðið að fresta stjórnarkjöri og afgreiðslu fjárhagsáætlunar þar til ákvörðun um aðild liggur fyrir.

Félögin í Vestmannaeyjum, Eyjafirði og Hafnarfirði eiga í viðræðum við Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur um sameiningu og yrði nýtt félag utan SSÍ og ASÍ. Starfsemi SSÍ mun dragast verulega saman verði af þessari sameiningu.

Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ, segist stefna að því að gefa áfram kost á sér til formennsku í SSÍ. Í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag segist hann ekki sjá að úrsögn úr SSÍ og stofnun nýs félags styrki stöðu sjómanna í landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka