Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma.
Fyrir vikið gæti orðið breyting á afkomu fyrirtækja í ýmsum greinum ferðaþjónustu, að því gefnu að veikingin verði varanleg.
Þetta segir Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, en bendir á að fleiri þættir hafi áhrif á rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja. Til dæmis verðhækkun á olíu og komandi kjarasamningar.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag segir Vilborg Helga aðspurð að ef raungengi krónu hefði ekki verið svo hátt í ár hefðu líklega fleiri ferðamenn komið til landsins.