Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

Verulega hefur hægt á fjölgun erlendra ferðamanna. Sérfræðingur telur að …
Verulega hefur hægt á fjölgun erlendra ferðamanna. Sérfræðingur telur að veiking krónu geti örvað vöxt í greininni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gera má ráð fyr­ir að veik­ing krónu muni leiða til breyt­inga á neyslu­mynstri er­lendra ferðamanna. Sú breyt­ing mun þó taka tíma.

Fyr­ir vikið gæti orðið breyt­ing á af­komu fyr­ir­tækja í ýms­um grein­um ferðaþjón­ustu, að því gefnu að veik­ing­in verði var­an­leg.

Þetta seg­ir Vil­borg Helga Júlí­us­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar, en bend­ir á að fleiri þætt­ir hafi áhrif á rekstr­ar­skil­yrði þess­ara fyr­ir­tækja. Til dæm­is verðhækk­un á olíu og kom­andi kjara­samn­ing­ar.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinnu í dag seg­ir Vil­borg Helga aðspurð að ef raun­gengi krónu hefði ekki verið svo hátt í ár hefðu lík­lega fleiri ferðamenn komið til lands­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert