Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að flutningaskipið sigli norðausturleiðina um Norður-Íshafið sem er mikið styttri leið en ef siglt væri suður og austur um Indlandshaf. Þetta sama skip hefur áður flutt afurðir frá Hval þessa leið til Japans.
Kristján segir að Japanir ætli að nota alþjóðlegar aðferðir til að rannsaka sýni úr afurðunum. „Við vonum að það haldi og þá er ennþá betra að eiga við þetta,“ segir Kristján í Mmorgunblaðinu í dag.