Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

Flett upp í álagningarskrám á meðan þær liggja frammi almenningi …
Flett upp í álagningarskrám á meðan þær liggja frammi almenningi til sýnis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rík­is­skatt­stjóri af­henti Tekj­um.is ein­tak af skatt­skrá allra Íslend­inga á papp­ír sem Tekj­ur.is færðu yfir á ra­f­rænt form og skiluðu síðan aft­ur.

Þetta kem­ur fram í svari Vil­hjálms H. Vil­hjálms­son­ar, lög­manns og tals­mann Tekna.is við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins um hvernig gögn­in voru feng­in. „Skrá­in var aðgengi­leg hjá Rík­is­skatt­stjóra, sem af­henti ein­tak af henni á papp­ír sem var svo skilað aft­ur [...] RSK af­henti skrána á papp­ír, en upp­lýs­ing­ar voru færðar yfir á ra­f­rænt form. Gögn­in eru þannig eðli­lega feng­in,“ seg­ir í svari Vil­hjálms.

Á vefn­um Tekj­ur.is er hægt að fletta upp tekj­um og skatta­upp­lýs­ing­um allra Íslend­inga 18 ára og eldri, gegn greiðslu áskrift­ar­gjalds, en Visku­brunn­ur ehf. er rekstr­araðili síðunn­ar. Vil­hjálm­ur vildi ekki gefa upp hversu marg­ir hefðu keypt áskrift að síðunni þegar Morg­un­blaðið spurðist fyr­ir og sagði það vera trúnaðar­mál. Ingvar Smári Birg­is­son, lög­fræðing­ur og formaður Sam­bands ungra sjálf­stæðismanna, krafðist lög­banns á Tekj­ur.is í vik­unni en í sam­tali við mbl.is tel­ur Vil­hjálm­ur að þeirri kröfu verði hafnað.

Fagnað af lyk­ilaðilum í verka­lýðshreyf­ing­unni

Spurður um al­menn viðbrögð seg­ir Vil­hjálm­ur að verka­lýðshreyf­ing­in hafi verið meðal þeirra sem hafa fagnað síðunni. „Viðbrögð al­menn­ings hafa al­mennt verið góð. Um­bjóðandi minn hef­ur fengið fjölda pósta frá fólki sem lýs­ir yfir ánægju sinni með verk­efnið, en líka frá aðilum sem eru ósátt­ir. Það var vitað fyr­ir­fram að ekki yrðu all­ir ánægðir, en það hef­ur t.d. komið ein­dreg­inn stuðning­ur við verk­efnið frá lyk­ilaðilum í verka­lýðshreyf­ing­unni sem hafa fagnað þessu fram­taki.“

Spurður um hvort stend­ur til að færa nýrri upp­lýs­ing­ar um tekj­ur Íslend­inga inn fyr­ir áskrif­end­ur seg­ir Vil­hjálm­ur að stefnt sé að því. „Um­bjóðandi minn stefn­ir að því að upp­færa gögn­in þegar ný skatt­skrá verður gef­in út. Þó ræðst það vænt­an­lega af viðbrögðunum nú og hvort tekst að standa und­ir kostnaði við upp­setn­ingu og rekst­ur vefsíðunn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert