Framleiðir íslenskt silki með ormaræktun í Grundarfirði

Lirfurnar spinna púpur úr silkiþræði. Fiðrildi fá að skríða úr …
Lirfurnar spinna púpur úr silkiþræði. Fiðrildi fá að skríða úr fallegustu púpunum til að verpa eggjum. Ljósmynd/Signý Gunnarsdóttir

Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu.

Signý Gunnarsdóttir silkiormabóndi segir að áhuginn á silkiormarækt hafi vaknað út frá námi hennar í fatahönnun og textílgerð. Ætlunin er að kanna hvort hægt sé að finna ódýrt innlent hráefni í fóður fyrir lirfurnar svo að grundvöllur sé fyrir silkiormaeldi í stórum stíl. Hún hefur velt þangi fyrir sér.

„Það má til dæmis blanda því við íslenska ull og spinna silkiullargarn og auka þannig úrvalið á íslenskum garnmarkaði,“ segir Signý, í Morgunblaðinu í dag, spurð um notkun silkisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert