Hlemmur Mathöll er hluti af stærri rannsókn

Borgarfulltrúar ræddu mikið um flest mál á borgarstjórnarfundi sem stóð …
Borgarfulltrúar ræddu mikið um flest mál á borgarstjórnarfundi sem stóð fram eftir kvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, lagði til að tillögunni yrði vísað frá í ljósi þess að innri endurskoðun borgarinnar væri að vinna að úttekt á innkaupum og útboðum á nokkrum verkefnum og Hlemmur Mathöll væri meðal þeirra. Von væri á niðurstöðum athugunarinnar. Meirihlutinn samþykkti frávísun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Flutningsmaður, Baldur Borgþórsson, sagði að málið yrði ekki þaggað niður, ekki frekar en braggamálið. Miðflokkurinn myndi draga upp fjölda annarra mála. Borgarbúar ættu heimtingu á því að öll þessi „skandalmál“ yrðu rannsökuð.

Meirihlutinn felldi einnig tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,60%, þegar á árinu 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert