Vænta lækkunar og fresta skiptum

Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma.

Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsins á Austurlandi um frumvarp Óla Björns Kárasonar og 10 annarra þingmanna Sjálfstæðisflokks um breytingar á erfðafjárskatti.

Þingmennirnir leggja til að erfðafjárskatturinn verði þrepaskiptur, 5% af fyrstu 75 millj. kr. af skattstofni dánarbús og 10% af skattstofni yfir 75 millj. kr. Skatturinn var hækkaður í 10% árið 2010.

Frumvarpið er nú til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd og er gert ráð fyrir gildistöku 1. janúar, að því er fram kemur í umfjöllun um skattlagningu erfðafjár í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert