Varað við óviðeigandi mannaferðum á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri.  

„Í ljósi þess að nú er vetrarfrí að hefjast og margir á faraldsfæti þá hvetjum við íbúa til að vera sérstaklega á varðbergi, gera varúðarráðstafanir og fylgjast með í sínu nærumhverfi,“ segir í færslunni, en lögreglan hefur verið upplýst um atvikin.

Tekin eru fram nokkur atriði sem fólk er beðið að hafa sérstaklega í huga:

  • Loka gluggum, krækja þá aftur
  • Hafa einhver ljós kveikt í húsinu
  • Hafa kveikt á útvarpi
  • Hreyfinema á útiljósum þannig að þau kvikni við umgang
  • Loka bakgarði og öðrum stöðum þar sem hægt er að athafna sig úr augsýn
  • Ekki hafa neitt sýnilegt í bílum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert