Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

Eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi.
Eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Styrj­ur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykja­nesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrj­ur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd.

Eldi styrju er þol­in­mæðis­verk því sex til átta ár tek­ur að ala seiði fram til kynþroska. Eft­ir nokkru er hins veg­ar að slægj­ast því mik­il verðmæti eru fólg­in í hrogn­um styrj­unn­ar eða kaví­arn­um.

Styrj­u­eldið er hins veg­ar auka­bú­grein hjá fyr­ir­tæk­inu í eld­is­stöðinni á Reykja­nesi því áhersl­an er á eldi á senegal­flúru. Nú eru 7-10 tonn af teg­und­inni flutt út í viku hverri og fer fisk­ur­inn að mestu með flugi til viðskipta­vina í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að af öðrum teg­und­um sem skil­greind­ar eru sem fram­andi hér á landi og eru í eldi megi nefna sæeyru og ostr­ur. Fimmta kyn­slóð ungviðis ostra kom frá Spáni til Húsa­vík­ur fyr­ir skömmu, en það er fyr­ir­tækið Vík­ur­skel ehf. sem stend­ur fyr­ir verk­efn­inu. Í haust fóru fyrstu afurðirn­ar frá fyr­ir­tæk­inu til sölu á veit­inga­húsi í Reykja­vík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert